Leikir í Meistaraflokki og 3.flokki um helgina

Skautafélagið Björninn mun brjótast norður yfir heiðar á laugardaginn og sækja okkur SA Víkinga heim með lið í Meistara og 3.flokki. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur og hafði SA sigur í fyrri leikjunum tveim og má því ganga að því vísu að Bjarnarmenn koma grimmir til leiksins og hægt að bóka hörku skemmtun hér í Skautahöllinni á laugardaginn kl. 17,30.. 3, flokkar félaganna munu svo eigast við að loknum meistaraflokksleiknum og verður áreiðanlega ekki minni barátta þar. Sem sagt skyldumæting í Skautahöllina á laugardaginn til að hvetja sína menn.  ÁFRAM SA .................

Orðsending frá Evrópumótsförum

Liðið sem fer á Evrópumótið í Aberdeen eftir tæpa viku býður krullufólki og öðrum að heita á liðið eftir árangri.

Leikur SAjunior og SAsenior umfjöllun

Í gærkvöld spiluðu kvennaliðin hér á Akureyri SAjunior og SAsenior sinn annan leik á tímabilinu. Fyrri leik liðanna vann senior liðið með 5 gegn 2 en nú náði junior liðið að nýta sér það að Sarah og Anna Sonja voru fjarri góðu gamni og unnu 4 - 2 eftir framlengingu og vítakeppni.

Meistaraflokkur og 2. flokkur ATH

Vegna kvennaleiks í kvöld verður engin 2. flokks æfing en meistaraflokkur byrjar strax á eftir leik sem ætti að vera á eðlilegum æfingartíma

 

Meistaraflokkur og 2. flokkur ATH

Sameiginleg æfing hjá meistaraflokki og 2. flokki í kvöld

 

Fundur vegna keppnisferðar A og B hópa til Reykjavíkur 4.-6.des

ÁRÍÐANDI !!!

Fundur með foreldrum A og B keppenda verður haldinn í Skautahöll þriðjudaginn 24.nóvember kl. 20:00

Mikilvægt er að foreldrar mæti.  Rætt verður um fyrirkomulag ferðar til Reykjavíkur 4.-6.desember.

Stjórn foreldrafélagsins.

"Full contact curling" eða bara stærri pökkur í hokkíinu?

Er hægt að búa til eina íþrótt úr krullu og íshokkí?

MONDOR skautabuxur

Ég á til einar mondor skautabuxur í nr. small ( sp ) og aðrar í XL ef þig vantar buxur þá endilega hafðu samband fyrstur kemur fyrstur fær. TILVALIÐ Í JÓLAPAKKANN.

Allý- 8955804 / allyha@simnet.is

Mfl. og 3.fl. mæting í rútuna í fyrramálið er kl. 11,00

Þeir sem fara með rútunni suður eiga að mæta kl. 11,00 inn í skautahöll, brottför kl. 11,20

KERTI

Hæ, enn eru til útikerti svo að þeir sem vilja selja þau geta haft samband, þeir sem eru búnir að selja sitt geta fengið fleiri.. þau eru seld á 1000 kr. og 500 kr. greitt til mín og þið fáið 500 kr. í ykkar vasa..

Allý - 8955804 / allyha@simnet.is