Jólahokkí kl. 12:00 í dag aðfangadag

Að venju verður jólahokkí kl. 12:00 í dag í Skautahöllinni.  Frá örófi alda hafa menn komið saman á aðfangadag og spilað hokkí í hátíðarskapi og búið til gott pláss fyrir jólasteikina.  Á þessum degi koma sama hokkímenn sem hér eru staddir á jólunum og oftar en ekki verður útkoman skemmtilegasta hokkí ársins.

Meistaraflokkur SA - Björninn 27. des. kl.17,30

Síðasti meistaraflokksleikur ársins verður spilaður á Akureyri þann 27. desember. Þar munu eigast við Akureyskir Víkingar og lið Bjarnarins. SRingar eru efstir með 19 stig eftir 10 leiki en SA og Björninn hafa spilað 9 leiki hvor og eru með 17 og 6 stig svo að með sigri í þessum leik myndi SA sigla inn í nýtt ár á toppi deildarinnar (o:    Liðin hafa spilað 4 sinnum hvort gegn öðru í vetur og hafa SAmenn alltaf haft betur en Bjarnarmönnum hefur tvívegis tekist að leggja SRinga svo allt getur gerst og víst að það verður mikil barátta og spenna og hægt að lofa hörkuleik sem enginn hokkíunnandi ætti að láta framhjá sér fara  ÁFRAM SA ..........

SKAUTABUXUR-SKAUTATÖSKUR FYRIR JÓL

Ég á til skautabuxur í stærð x-small, small, medium og x-large., 2 skautatöskur á ég líka í bláu og svörtu tilvalið í jólapakkan handa skautabarninu, passa líka fyrir skíðaskóna.. Mustraðar töskur eru væntanlegar um miðjan janúar.

Allý / 8955804 - allyha@simnet.is

Arena dansverslun

Minni á Arena Dansverslun sem ég hef umboð fyrir og er með lager hér á Akureyri.

Mikið af fallegri vöru fyrir skautara. Einnig til ýmiskonar annar fatnaður á frábæru verði.

Tilvalið í óvæntan pakka eða afmælisgjöf.

Ef þið hafið hug á að panta skautakjóla eða annað sem ekki er til hjá Arena núna,  þarf ég að fá staðfestingu á því fyrir 16.janúar.

Er að fá sendingu á morgun sem m.a. inniheldur hnéhlífar.

Uppl. Rakel s. 4623146 / 6625260

SA stelpur yngri, sækja í sig veðrið

Í gær áttust við í Egilshöllinni yngra kvenna lið SA og Björninn.   Það er óhætt að segja að þessar ungu stelpur hafi komið verulega á óvart í vetur, en mörgum þótti það heldur mikil bjartsýni í upphafi tímabils að tefla fram tveimur kvennaliðum frá einu og sama félaginu.  Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir í gær og náðu stigi af Bjarnarstúlkum en leikar stóðu jafnir eftir venjulegan leiktíma en hvorugu liðinu tókst að skora í 60 mínútur.

Íshokkífólk ársins 2009

Íshokkísamband Íslands hefur nú staðið fyrir hinu árlega vali á íshokkímanni og konu ársins.  Að þessu sinni urðu fyrir valinu Egill Þormóðsson og Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir.  Bæði eru þau mjög vel að þessari viðurkenningu komin, góðir íþróttamenn og burðarásar í sínum liðum.  Agli og Steinunni og ferli þeirra eru gerð góð skil á heimasíðu ÍHÍ og hér á eftir fylgir sú umfjöllun (með góðfúslegu bessaleyfi)

 

Skráning í keppnisferð hjá 5-6-7 flokk

Þá er komið að skráningu í seinni keppnisferðin fyrir 5-6-7 flokk.  Keppnisferðin verður 22-24 janúar 2009.  Skráningu lýkur 22 desember.  Allir sem æfa í 5-6-7 flokk og hjá byrjendum geta farið í ferðina.

Vantar mótstjóra eftir áramót

Deildinni vantar mótstjóra eftir áramót vegna forfalla. Eftir áramót verða þrjú mót eitt ÍSS mót (A&B) eitt vinamót (C) og eitt Akureyrarmót (A,B og C). Gamli mótstjórinn verður hinum nýja innan handar. Skemmtilegt starf með börnunum, endilega hafið samband við hildajana@gmail.com hafir þú áhuga.

Tölvupóstur

Ef einhver fær ekki tölvupósta frá deildinni og vill fá þá, má sá hinn sami hafa samband við hildajana@gmail.com til þess að bæta viðkomandi við listann. Í einhverjum tilfellum höfum við verið að fá meldingar um að netföng séu ekki rétt skráð hjá okkur.

Skráning á RIG

Reykjavík International verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal 15-17. janúar (sjá www.rig.is). Allir A flokkar hafa kost á því að keppa á mótinu auk eldri B iðkenda í Novice, Junior og Senior. Skráning þarf að berast fyrir morgundaginn á hildajana@gmail.com Ekki verður farið í sérstaka keppnisferð á vegum félagsins á þetta mót.
Þátttökugjald: Þátttökugjald er kr. 3.500.- fyrir 1 prógram, og kr. 5.500.- fyrir 2 prógröm. Þáttökugjald skal greiðast á skráningardag, þriðjudaginn 15. desember 2009. Þátttökugjald greiðist inn á reikning : 0528-26-7001 kennitala : 410897-2029.Vinsamlega sendið afrit með nafni og kennitölu skautara á gjaldkeri@skautafelag.is og rig@skautafelag.is

Afsakið hvað þessi tilkynning kemur seint.