Öskudagsnammipökkun

Nú fer að líða að pökkun á öskudasnamminu. Byrjað verður mánudaginn 8 febrúar, nánari skipting hópa undir "Lesa meira". Mikilvægt er að allir mæti og taki þátt og hafi gaman af. Einning er óskað eftir aðstoð foreldra til að vera á staðnum meðan pökkun stendur. Pakkað verður frá 17.00-21.00 frá 8-12 feb og svo laugardag og sunnudag, sendið á ruthermanns@hive.is ef þið sjáið ykkur fært að aðstoða.   

Spennan eykst í karlaflokki

Í kvöld unnu Bjarnarmenn SR-inga í hörku viðureign í Egilshöllinni og nú er spennan að ná hámarki í deildinni.  Björninn hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og eftir bakslag gegn okkur um síðustu helgi þá eru þeir komnir aftur á lappirnar með góðum sigri á SR.  Nú er staðan þannig í deildinni að SR og Björninn eru jöfn að stigum með 19 stig en SA er enn á toppnum með 22.  Björninn hefur spilað einum leik fleiri en SA og SR sem munu mætast í síðasta leik umferðarinnar á laugardaginn hér á Akureyri.

Sigur tryggður með gullmarki gegn Birninum

Í gærkvöldi tókst SA að stöðva sigurgöngu Bjarnarmanna í miklum baráttuleik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í framlengingu.  SA liðið lék þjálfaralaust því Josh Gribben tók úr leikbann í þessum leik og í stað þess að hafa fá einhvern á bekkinn í staðinn fyrir hann, sáu leikmenn sjálfir um bekkinn.  Það eru ekki mörg lið sem geta spilað án nokkurrar stjórnar á bekknum og því verður það eitt að  teljast góður árangur útaf fyrir sig.

Leikdagur: Björninn - SA í mfl karla

Eini íþróttaviðburðurinn sem skiptir einhverju máli fer fram í Egilshöllinni í dag kl. 16:30 er við Norðanmenn höldum suður yfir heiðar og tökum í lurginn á Bjarnarmönnum.  Það er orðið tímabært að stoppa sigurgöngu þeirra og tryggja stöðu SA á toppi deildarinnar.

Vetraríþróttahátíð 2010

Undirbúningur fyrir Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2010 stendur sem hæst en hátíðin fer fram á Akureyri þar sem Vetraríþróttamiðstöð Íslands er staðsett. Hátíðin verður sett laugardaginn 6. febrúar hér í Skautahöllinni með mikilli sýningu þar sem fram koma m.a. hæfileikaríkir iðkendur í listhlaupi en Skautahöllin fagnar einmitt 10 ára afmæli sínu á þessu ári. Ólympíufararnir munu heiðra samkomuna og munu síðan halda utan til Vancouver í Kanada til þátttöku í Vetrarólympíuleikunum.

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ stendur dagana  6. febrúar til 21. mars Á dagskrá Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ er að finna viðburði sem ná yfir sem flestar greinar þar sem vetraríþróttir eru í aðalhlutverki.

Skautafélagið og Skautahöllin munu taka mikinn þátt í hátíðinni og verða ýmsir viðburðir á vegum félagins sérstaklega í tilefni hátíðarinnar auk þess sem fastir liðir í dagskrá svo sem mót og keppnir munu fara fram undir merkjum hátíðarinnar meðan á henni stendur.

Mondor skautabuxur

Var að fá Mondor skautabuxur í stærðum 8 - 10, 12 - 14 og x- small.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

SKAUTATÖSKUR

Því miður er einhver seinkun á munstruðu skautatöskunum en þær eru væntanlegar í byrjun febrúar, ég vona að það standist hjá framleiðanda.

kv. Allý

Barnamót um helgina og 2. flokkur

Töluvert verður um að vera um helgina og SA fólk á faraldsfæti.  Yngstu keppendurnir eru að fara á barnamót í Egilshöll, þ.e. 7, 6 og 5 flokkur og mun mótið standa frá laugardagsmorgni til hádegis á sunnudag.  Tveir leikir verða svo hjá 2. flokki, sá fyrri í kvöld en sá seinni á morgun og að þessu sinni verða mótherjarnir Bjarnarmenn.  Hart er barist í 2. flokki um Íslandsmeistaratitilinn og leikirnir um helgina munu gefa mikilvæg stig.

Ósigur á útivelli

Við riðum ekki feitum hesti frá viðureign okkar gegn Birninum í Egilshöllinni í gær en gestjafarnir báru sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 3.  Bjarnarmenn eru í miklu stuði um þessar mundir og hafa nú unnið 4 leiki í röð.  Við fórum ágætlega af stað í gær og fyrsta lota var hröð og skemmtilega þó ekkert mark væri skoðað.  Öll mörk SA komu í 3. lotu en henni lauk 3 - 2 fyrir okkur og því var bjartsýnin ríkjandi fyrir síðustu lotuna.  Þar vorum við hins vegar skotnir í kaf og töpuðum henni 3 - 0 þar sem síðasta markið var "empty netter" á síðustu sekúndunum.

Arena dansverslun

Nú er ÚTSALA í gangi hjá Arena dansverslun.
T.d. skautapils á 2000,-. áður á 5.800Mikið af flottum fatnaði á 1500,-  Skautakjólar (æfinga?) á 5000,- 20-30%afsláttur af öðru.
Endilega hafið samband í síma 662 5260 eða í gegnum netfangið rakelhb@simnet.is
Bestu kveðjur, Rakel.