Guðmundur Pétursson heiðraður

Íþróttaráð Akureyrar veitti á dögunum viðurkenningar til nokkurra einstaklinga sem hafa í gegnum tíðina lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu íþróttamála á Akureyri.  Einn þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni var Guðmundur Pétursson, eða Kubbi eins og við Skautafélagsfólk þekkjum hann.  Kubbi fæddist í Innbænum árið 1940 þar sem hann átti sín æsku og ungdómsár og byrjaði snemma að renna sér á skautum líkt og Innbæinga er siður.
 
Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89.  Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum.  Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.

Kötturinn hennar Söruh þjálfara, hann PRINS er týndur

Prins er hvítur stutthærður meðalstór og býr í Aðalstrætinu og hefur ekki komið heim í nokkra daga. Ef þið sjáið hann þá hringið í Söruh 8681640

Mini hokkí í leikhléi

Í fyrra leikhléi í leik SA og SR á laugardaginn voru yngstu iðkendur íshokkídeildar með skemmtilegt atriði þar sem þeir sýndu frábær hokkítilþrif á ísmiðju.  Atriði þetta vakti miklu lukku á meðal áhorfenda og krakkarnir skemmtu sér vel.  Krakkarnir sem fóru á ísinn heita Saga, Katrín, Ingólfur, Karl, Ævar og Alex.

Myndir SA - SR

Sigurgeir Haraldsson tók skemmtilegar myndir á leiknum á laugardaginn og þær má nálgast hér 

 

Yfirburðir á heimavelli

Í gærkvöldi spilaði Skautafélag Akureyrar sinn besta leik í vetur þegar SR-ingar voru kjöldregnir í 6 - 0 viðureign í Skautahöllinni á Akureyri.  Gengi liðsins hefur verið upp og ofan sem af er vetri og frammistaðan á heimavelli hefur hingað til ekki verið upp á marga fiska.  Árið 2010 fór þó vel af stað og þessi sigur í gær er vonandi til marks um það sem koma skal.  Liðinu tókst nú í fyrsta skiptið í vetur að loka algerlega á öfluga sóknarmenn þeirra SR-inga og koma veg fyrir stungusendingar og kirsuberjatíningar á fjær bláu sem hefur verið einkennismerki þeirra síðustu misseri.

Mfl. SA -SR 6 - 0

Leik meistaraflokkanna var að ljúka með sigri SA með 6 mörkum gegn 0.  3.fl.leiknum lauk með sigri SR í vítakeppni 4 - 5, jafnt var eftir venjulegan leiktíma 4 - 4.  Meira seinna.

MONDOR skautabuxur

Ég á ennþá til mondor skautabuxur, einar  í x- small,  einar í small, einar í medium og einar í x - large. Ef ykkur vantar buxur þá endileg hafið samband.

Allý, allyha@simnet.is / 8955804

Fyrsti heimaleikur ársins á laugardaginn 16. janúar kl. 17,30

Á laugardaginn næsta kl. 17,30 mun Meistaraflokkur SA spila sinn fyrsta leik á árinu og spilar gegn SRingum sem töpuðu sínum fyrsta leik ársins síðastliðinn þriðjudag fyrir Birninum. Staðan fyrir leikinn er, SR 11 leikir 19 stig, SA 10 leikir 17 stig, Björninn 11 leikir 12 stig. Með sigrum sínum í síðustu 3 leikjum hafa Bjarnarmenn stimplað sig inn í slaginn um úrslitakeppnina og opnað stöðuna svo að nú verða liðin að fara að gefa allt í leikina til að tryggja sig inn í lokaslaginn.

RIG um helgina

Listhlaupadeild SA á 11 keppendur á Reykjavík International (RIG) sem fram fer um helgina, þar keppir meðal annarra Helga Jóhannsdóttir nýkjörin skautakona ársins 2009 hjá LSA, en hún keppir í flokki Novice A. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni www.rig.is Þá má fylgjast með úrslitum mótsins hér http://skautafelag.is/list/gogn/RIG2010/Urslit/index.htm.

Óskum okkar keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunar.

U20: Markmiðinu náð, en ekki gullinu.

Rétt í þessu var að ljúka úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi þar sem Ísland tapaði fyrir Ástralíu 1 - 3.  Í gær unnu okkar menn þó mikilvægasta sigurinn á Nýja Sjálandi því með þeim sigri tryggði liðið sér farseðilinn uppúr 3. deildinni og munu því spila í 2. deild að ári.  Þrátt fyrir að því takmarki hafi verið náð í gær var leikurinn í dag mikilvægur því stefnan er alltaf sett á sigur.  Ástralía er enn aðeins sterkari en við og enn ætlar að verða einhver bið á því að við náum að landa sigri á móti þessum andfætlingum okkar - en biðin styttist.