Vel heppnað Barna og unglingamót
Það má með sanni segja að það hafi verið vel heppnað Barna- og unglingamótið sem Skautafélag Akureyrar og Skautasamband Íslands stóðu fyrir um helgina, árangur SA var góður. Öll úrslit verða birt á heimasíðu skautasambandsins von bráðar á slóðinni www.skautasamband.is Á þessari slóð má sjá umfjöllun RÚV um mótið http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497917/2010/02/28/18/
Íslandsmót barna- og unglinga í listhlaupi á skautum fór fram um helgina. 74 skautarar tóku þátt í mótinu frá þremur félögum Birninum, Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Akureyrar tóku þátt, en keppt var í 11 flokkum. Sjá má augljósar framfarir í heildina meðal allra félaga og íslenskir skautarar greinilega á hraðri uppleið, en íþróttin er mjög ung. Skautasamband Íslands fagnaði um helgina 15.ára afmæli sínu en einungis 10 ár eru frá því að skautahöll var reist á Akureyri.. Skautafélag Reykjavíkur hampaði flestum gullmedalíum á mótinu, en fulltrúar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar náðu hins vegar ágætum árangri og tryggður sér 7 verðlaun af þeim 17 sem félagið gat náð í.
Meðfylgjandi er mynd af flokki Noveice B, en þar er Urður Frostadóttir SA í 1.sæti
Í lesa meira má sjá það sem undirrituð man í fljótu bragði um verðlaun fulltrúa SA á mótinu.