Úrslit ráðin í 2. flokki
Keppnin í 2. flokki hefur verið spennandi í vetur og nú þegar keppnin er að klárast átti SA möguleika á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en til þess að það myndi gerast yrðu SR-ingar að vinna Björninn í kvöld og síðan þyrfti SA að vinna Björninn í síðasta leik á laugardaginn næsta hér heima. Leik SR og Bjarnarins var hins vegar að ljúka í Reykjavík með sigri Bjarnarmanna sem tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Þar með eru úrslitin ráðin, SA lendir í 2. sæti og SR í því þriðja og úrslit síðasta leiks nú á laugardaginn breyta engu um þessa niðurstöðu.