Dregið í keppnisröð
Dregið verður í keppnisröð fyrir C mótið í Skautahöllinni á laugardaginn kl 15.
kv Jóhanna
Dregið verður í keppnisröð fyrir C mótið í Skautahöllinni á laugardaginn kl 15.
kv Jóhanna
Við höfum fengið frosna ýsu til að selja og safna pening upp í keppnisferðir, eða bara til að lækka æfingakostnað. Ýsan er í 1 kílóa pakkningum (10 nettir kubbar) gæðafiskur sem hentar vel í fiskrétti og súpur (búin að elda úr einni pakkningu mjög gott!!) Pakkningin er seld á 1200 kr. Og af því fáum við 600 kr. Í vasann til okkar. JFyrirkomulagið er þannig að þið seljið eins mikið og þið treystið ykkur til, leggið helminginn inn á reikning 1145-26-3770 , 510200-3060, og haldið ykkar hlut.
Fiskinn fáið þið hjá mér, vinsamlegast hringið á undan ykkur, s: 868-0738 Ég er í Hvammshlíð 11 (603!) Best væri að þið gætuð nálgast fiskinn sem fyrst. Í dag eða um helgina. Gangi ykkur vel Kv. Hóffa J
Takið eftir, hér eftir verða æfingarnar í laugagötu kl. 17:00 - 18:00 á þriðjudögum, allir hópar saman, aðallega liðkandi æfingar og danslíkar æfingar og teygjur.
sjáumst, Hóffa
Hinu árlega Brynjumóti var rétt í þessu að ljúka. Mikill fjöldi barna í 7., 6. og 5. flokki hafa dvalið hér um helgina og spilað alls 28 leiki. Að vanda var mikið fjör allan mótstímann og mótið gekk í alla staði mjög vel. Það má ljóst vera að efniviðurinn er mikill og framtíðin er björt ef dregið er mið af þessum fjölda og þessum hæfileikaríkum krökkum sem hér hafa spilað um helgina.
Við í Skautafélagi Akureyrar viljum þakka öllum gestum, jafnt keppendum sem foreldrum, kærlega fyrir skemmtilega helgi og óskum ykkur góðrar ferðar heim. Einnig viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning mótsins sem og við mótið sjálft en þau eru ófá handtökin í kringum viðburð sem þennan. Styrktaraðili mótsins er sem fyrr hin heimsfræga ísbúð Brynja og þökkum við þeim ómetanlegan stuðning nú sem endranær.
Nú er komið að hinu árlega Brynjumóti hér á Akureyri og ef mér telst rétt til þá mun þetta vera það 15. í röðinni. Brynjumótið er mót þar sem allir yngstu iðkendur í Íshokkí koma saman og reyna sig hvert gegn öðru auk þess að skemmta sér hið besta. þessi barnamót eru þau langfjölmennustu af Íshokkí mótaröðunum og mun þetta mót telja eitthvað á annaðhundrað þátttakendur svo að venju verður mikið fjör og mikil skemmtun og rétt að hvetja fólk til að líta við og upplifa þessa skemmtistund með börnunum. DAGSKRÁNNA má skoða hér, og liðsskipan SA hér.
Í gærkvöldi sótti Skautafélag Reykjavíkur okkur heim í meistaraflokki. Það er skemmst frá því að segja að gestirnir unnu þennan leik og svo virðist sem á okkur hvíli bölvun gegn þeim á heimavelli. Leikurinn var þó jafn og spennandi frá upphafi til enda, en sem fyrr féll þetta þeirra megin. Eina mark fyrstu lotu skoraði Orri Blöndal eftir mistök Ævars í marki SR, sem skaut pekkinum beint í magann á Orra fyrir framan markið sem gat ekki annað en skorað við þessar kringumstæður.
Í 2. lotu var mikið um að vera, þrjú mörk skoruð og mikið um brottrekstra. Fyrstu tvö mörkin skoraði Daniel Kolar fyrir SR, það seinna í „power-play“ þar sem SA var skipað þremur leikmönnum en SR fimm. Orri Blöndal jafnaði svo leikinn fyrir SA skömmu fyrir lok lotunnar óstuddur.
Í þriðju lotu var það svo fyrirliði SR, Steinar Páll Veigarsson sem náði forystunni fyrir SR með aðstoð Arnþórs Bjarnasonar eftir mikinn darraðardans við markið. Rúnar Rúnarsson jafnaði hins vegar leikinn skömmu síðar með skondnu marki, óstuddur. Um miðbik lotunnar lentu heimamenn svo aftur í því að verða tveimur leikmönnum færri eftir brottvísanir og það nýtti hinn tékkneski Daniel Kolar og skoraði sitt þriðja mark eftir sendingu frá Arnþóri Bjarnasyni.
Síðustu mínúturnar var hart barist og gerði SA of harða hríð að marki SR en án árangurs. Síðustu mínútuna var markmaðurinn tekinn úr netinu og sóknin þyngd, en SR tókst á síðustu sekúndum leiksins að skora í tómt markið og lokastaðan því 5 – 3, SR í vil.
Er að fara senda inn nýja pöntun í Henson galla/peysur. Ef einhver hefur áhuga að panta vinsamlegast sendið pöntun með nafni barns/barna á josasigmars@gmail.com.
kv Jóhanna