06.09.2022
Frítt að prófa æfa listhlaup á skautum út september. Æfingar á ís hefjast mánudaginn 12. september. Allur búnaður á staðnum bara mæta 20 mín fyrir æfingu í Skautahöllina. Æfingar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 16:30-17:35.
23.08.2022
Æfingar í listhlaupi og hokkí fyrir byrjendur hefjast 7. september.
16.08.2022
Nýrri frystivél var komið fyrir sunnan við skautahöllina í dag en sú gamla var úr sér gengin en hún hefur þjónað skautafólki síðan 2001. Gamla vélin var hífð frá og nýrri vél sem smíðuð var í Tékklandi var komið í staðinn. Nýja frystivélin er með kolsýrukerfi sem er umhverfisvænn kælimiðill en næstu dagar fara í að tengja nýju vélina kerfið svo hægt sé að hefja ísgerð fyrir nýtt skautatímabil.
15.08.2022
Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018.
12.08.2022
Framkvæmdirnar í Skautahöllinni hafa gengið samkvæmt áætlun í sumar. Það sem af er sumri hefur náðst að smíða allt burðarvirkið og grinda upp útveggi. Á síðustu tveimur vikum hafa útveggir verið klæddir að utan og áformað er að í næstu viku komi ysta lagið í klæðninguna á útvegginn sem er úr krossvið og þá kemur lokaútlit byggingarinnar að utan í ljós. Því næst verður gólfplatan tæmd og lyfturnar fjarlægðar svo hægt verði að byrja að undirbúa ísgerðina. Framkvæmdirnar halda svo áfram innan útveggjanna en verklok eru áætluð 1. júní 2023. Ísgerðin hefst þó ekki fyrr en nýju frystivélarnar eru tengdar en þær koma um helgina til Akureyrar og mun næsta viku fara í að tenga þær svo ef allt gengur að óskum með það verður hægt að koma frosti á plötuna í annarri viku og æfingar á ís geta hafist fyrir miðjan september.
11.07.2022
Skautafélag Akureyrar kynnir þrjá nýja leikmenn í lið SA fyrir komandi tímabil í Hertz-deildinni. Leikmennirnir eru landsliðskonurnar Saga Margrét Sigurðardóttir og Herborg Rut Geirsdóttir ásamt Kanadíska markmanninum Shawlee Gaudreault.
25.06.2022
U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí ferðaðist í dag til Istanbúl í Tyrklandi þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí í 2. deild daganna 27. júní - 5. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslands sendir U18 stúlkna landslið til leiks og því um spennandi tímamót að ræða. Auk Íslands eru Bretland, Holland, Ástralía Spánn, Kasakstan, Tyrkland, Mexíkó og Lettland í mótinu en Ísland er í riðli með Ástralíu og Spáni. Ísland hefur leik á mánudag en þá tekur liðið á móti Ástralíu kl. 10 á íslenskum tíma. Fylgjast má með dagskránni ásamt stöðu mótsins á heimsíðu alþjóða íshokkísambandsins. Hægt er að fylgjast með leikjum Íslands í beinni útsendingu á youtube rás Tyrkneska Íshokkísambandsins.
04.05.2022
Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 17:00 í fundarherbergi ÍBA í íþróttahöllinni.
04.05.2022
Um síðastliðna helgi fóru sextán SA stelpur til Reykjavíkur og tóku þátt í U16 stúlknamóti í Egilshöll ásamt stelpum frá Fjölni og SR. Íhokkísambandið styrkir þetta mót sem haldið var í annað sinn þetta árið en um 45 stelpur tóku þátt í mótinu. Tilgangurinn er að styðja við og efla uppbyggingu kvennahokkísins, efla kynni milli liðanna, læra og hafa gaman.
03.05.2022
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudaginn 11. maí kl. 18.00 í fundarherbergi ÍBA í íþróttahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.