SA Íslandsmeistarar í U18

U18 Íslandsmeistarar 2024. Mynd Kristján Sturluson.
U18 Íslandsmeistarar 2024. Mynd Kristján Sturluson.

U18 lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld þegar liðið lagði SR 11-1 í Laugardalnum. SA var að vinna sinn 7 leik í mótinu og ekki enþá tapað leik en SR og Fjölnir bæði búin að leika fleiri leiki og eiga ekki möguleika á að ná SA úr þessu. Frábær árangur hjá þessum samheldna hópi leikmanna sem spennandi verður að  fylgjast með á komandi árum.