23.01.2014
Þar sem allmargir iðkendur í listhlaupi eru á leið suður til keppni á föstudag ásamt þjálfurum hafa Listhlaupadeild og Hokkídeild komið sér saman um að skipta á dögum, auk þess sem æfingum í listhlaupi fækkar um helgina.
22.01.2014
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi í dag. Okkar maður, Ingvar Þór Jónsson, varð þriðji í kjörinu. Skautafélagið á um þriðjung landsliðsfólks akureyrskra íþróttafélaga og um helming Íslandsmeistara.
21.01.2014
Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til verðlaunahófs í Hofi miðvikudaginn 22. janúar. Hápunktur hátíðarinnar er þegar kunngjört verður val á íþróttamanni Akureyrar 2013.
Jafnframt verða afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs og viðurkenningar og/eða styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013.
21.01.2014
Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Ingvar Þór Jónsson íþróttamann félagsins árið 2013. Ingvar verður því einn af þeim sautján sem til greina koma við val á íþróttamanni Akureyrar.
Afhending viðurkenninga til íþróttamanns SA og íþróttamanna deildanna verður auglýst síðar.
02.01.2014
Ekki er lengur frítt fyrir iðkendur innan félagsins í almenningstíma á virkum dögum. Á móti lækkar verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur.
29.12.2013
Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2014.
21.12.2013
Skautatöskurnar og buxurnar renna út en enn á ég til nokkrar töskur og fáar buxur svo að það er betra að vera snöggur ef þið ætlið að setja þetta í jólapakkann.
Fyrstur kemur fyrstur fær.
Allý- allyhalla59@gmail.com - 8955804
19.12.2013
Framundan eru jól (ef þú skyldir ekki hafa frétt af því) og þar með breytingar á almenningstímum og æfingatímum deildanna. Yngstu hokkíiðkendurnir eru komnir í jólafrí, en æfingar hefjast aftur skv. venjubundinni töflu helgina 4.-5. janúar.
13.12.2013
Hrúga óskilamuna stækkar hratt. Hefur þú athugað hvort þú átt ef til vill verðmæti í hrúgunni? Við breiðum úr hrúgunni um helgina, en eftir áramótin verður farið með ósóttan fatnað í Rauða krossinn.