Ingvar Þór Jónsson er íþróttamaður SA 2013

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Ingvar Þór Jónsson íþróttamann félagsins árið 2013. Ingvar verður því einn af þeim sautján sem til greina koma við val á íþróttamanni Akureyrar. Afhending viðurkenninga til íþróttamanns SA og íþróttamanna deildanna verður auglýst síðar.

Breytt gjaldskrá og ýmis tilboð

Ekki er lengur frítt fyrir iðkendur innan félagsins í almenningstíma á virkum dögum. Á móti lækkar verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur.

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum

Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2014.

Hver að verða síðastur .

Skautatöskurnar og buxurnar renna út en enn á ég til nokkrar töskur og fáar buxur svo að það er betra að vera snöggur ef þið ætlið að setja þetta í jólapakkann. Fyrstur kemur fyrstur fær. Allý- allyhalla59@gmail.com - 8955804

Breytingar á tímatöflu um jól og áramót

Framundan eru jól (ef þú skyldir ekki hafa frétt af því) og þar með breytingar á almenningstímum og æfingatímum deildanna. Yngstu hokkíiðkendurnir eru komnir í jólafrí, en æfingar hefjast aftur skv. venjubundinni töflu helgina 4.-5. janúar.

Átt þú verðmæti í óskilamunum?

Hrúga óskilamuna stækkar hratt. Hefur þú athugað hvort þú átt ef til vill verðmæti í hrúgunni? Við breiðum úr hrúgunni um helgina, en eftir áramótin verður farið með ósóttan fatnað í Rauða krossinn.

SKAUTATÖSKUR OG BUXUR Í HÖLLINNI

Á laugardaginn 14 des. mili kl. 12 - 13 verð ég í skautahöllinni með töskur og buxur til sýnis og sölu. Töskurnar kosta 9000 kr. munstraðar og 8000 kr. einlitar. Töskurnar eru með sér hólfi fyrir skautana og stóru hólfi fyrir hjálminn og æfingarfötin. Einnig er hægt að hafa samband á allyhalla59@gmai.com - 8955804 Er ekki með posa.

Mammútar unnu Gimli Cup annað árið í röð

Lið Mammúta fór taplaust í gegnum annað mótið í röð og tryggði sér sigur í Gimli Cup annað árið í röð. Liðið er einnig Akureyrarmeistari 2013.

Jólagjöf skautabarnsins.

Ég er með flottar skautatöskur og

Bingó Listhlaupadeildar

Fimmtudaginn 7. nóvember stendur Listhlaupadeild SA fyrir bingói í sal Síðuskóla. Bingóið hefst kl. 19.30.