LSA eignaðist 5 Íslandsmótsmeistara og einn Íslandsmeistara um helgina á Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti ÍSS

Þá er seinni degi Íslandsmóts/Íslandsmeistaramóts ÍSS lokið. Stúlkurnar okkar stóðu sig allar gríðarlega vel og eignuðumst við 2 Íslandsmótsmeistara til viðbótar í dag, Þær Freydísi Jónu Jing og Evu Björgu og einn Íslandsmeistara, hana Mörtu Maríu. En ekki er talað um Íslandsmeistaramót hjá barnaflokkum hjá Skautasambandinu.

Fyrri keppnisdegi á Íslandsmóti ÍSS lokið

Þá er fyrri keppnisdegi á Íslandsmóti ÍSS lokið. Stelpurnar okkar stóðu sig með miklum sóma í dag. LSA eignaðist 2 Íslandsmótsmeistara í dag þær Katrínu Sól í 10 ára og yngri B og Júliu Rós í 12 ára og yngri B.

Íslandsmótið í íshokkí í 4. flokk um helgina

Íslandsmótið í íshokkí í 4. flokk heldur áfram um helgina en leikið verður í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag og sunnudag. Mótið er annað mótið af þremur sem telja til Íslandsmótsins og senda öll félögin tvö lið til keppni. Dagskrá mótsins má sjá hér.