Silvía með 5 mörk í 2-7 sigri gegn Birninum

Í fyrrakvöld tók Björninn í Grafarvogi á móti Ynjum Skautafélags Akureyrar í Hertz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var mjög spennandi framan af en í síðustu lotunni sýndu Ynjurnar hvers þær eru megnugar og urðu lokatölur 2-7 Ynjum í vil.

Akureyrar- og bikarmót 2016

Síðasta umferðin verður leikin í kvöld kl. 19:00

Jólasýning LSA verður, í dag sunnudag kl.17:00

Jólasýning LSA verður, í dag sunnudag kl. 17:00. Hér munu allir iðkendur deildarinnar sýna listir sínar undir fögrum jólatónum.

Emilía Rós Ómarsdóttir Skautakona ársins 2016

Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2016 af stjórn Skautasambands Íslands. Emilía Rós keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Akureyrar og er á sínu öðru ári í Unglingaflokki A (Junior). Er þetta í annað sinn sem hún hefur hlotið nafnbótina Skautakona ársins en hún hlaut verðlaunin einnig árið 2015.

Ice Cup 4 - 6 maí 2017

Fullbókað á 20 ára afmælismót krulludeildar

SA Víkingar - Björninn laugardag kl 16.30

SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla laugardaginn 10. desember kl. 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Björninn er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig en SA Víkingar í því þriðja með 14 stig svo Víkingar geta með sigri haft sætaskipti við Björninn. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.

Ásynjur bundu enda sigurgöngu Ynja

Það var hart barist á svellinu í gær þegar Ynjur tóku á móti Ásynjum í sannkölluðum Akureyrarslag í Hertz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Þetta var önnur viðureign þessara tveggja liða sem Skautafélag Akureyrar teflir fram í deildinni og fyrirfram gert ráð fyrir hörkuleik. Ynjur hafa setið á toppi deildarinnar með sigra í öllum sínum leikjum en Ásynjur þar á eftir með aðeins eitt tap, einmitt gegn Ynjunum í síðasta leik liðanna. Þegar liðin mættust síðast unnu Ynjur 5-3 í hröðum og æsispennandi leik og því var ekki við öðru að búast enn að þessi viðureign yrði jafn spennandi enda vitað að Ásynjur vildu hefna fyrir síðasta tap.

Ísold sigraði á Santa Claus Cup 2016 í Budapest

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði í gær á Santa Claus Cup 2016 sem er alþjóðlegt mót sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Ísold keppti þar á móti 27 öðrum 10 ára stúlkum og átti góða keppni en mestu samkeppnina fékk hún frá stelpum frá Ítalíu og Georgíu. Ísold hefur þar með unnið allar þrjár keppnirnar sem hún hefur tekið þátt í erlendis á þessu tímabili.

Freyjur eru bikarmeistara 2016.

Fyrri hluta Akureyrar- og bikarmóts lauk sl. mánudag.

Ynjur - Ásynjur þriðjudagskvöld kl 19.30

Ynjur mæta Ásynjum í Akureyrarslag í Hertz-deild kvenna annað kvöld, þriðjudaginn 6. desember kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur eru efstar í deildinni ósigraðar með 18 stig eftir 6 leiki en Ásynjur sitja í öðru sæti deildarinnar með 9 stig eftir 4 leiki spilaða. Leikir liðanna eru alltaf frábær skemmtun og eitthvað sem íshokkíáhugafólk má hreinlega ekki missa af.