Krulla í beinni

Mót í mótaröðinni Curling Champions Tour í Basel um næstu helgi. Beint í tölvuna þína!

Akureyrarmótið: Þátttökugjald

Liðsstjórar eru minntir á að sjá til þess að lið þeirra greiði þátttökugjaldið í Akureyrarmótinu.

EM í krullu: Tap í lokaleiknum

Litháar kjöldrógu okkar menn í lokaumferðinni. Ísland endaði í fjórða sæti C-keppninnar.

EM í krullu: Magnaður sigur á Pólverjum

Ísland áfram í 2.-4. sæti. Fyrsta tap Pólverja.

Leikir og heimasíða

Líkt og sjá má þá er heimasíðan okkar komin með nýtt útlit. Meðan á þessari yfirfærslu hefur staðið hefur lítið farið fyrir fréttaflutningi á síðunni og það stendur vonandi til bóta þegar flestir verða búnir að læra á hið nýja kerfi.

Nýtt útlit á heimasíðu

Líkt og glöggir notendur hafa tekið eftir þá er komið nýtt útlit á heimasíðu félagsins sem er virkilega ánægjulegt. Meðan á þessu breytingaferli hefur staðið hefur verið heldur rólegt yfir síðunni og vonandi lifnar hún fljótlega aftur til lífsins þegar allir hafa lært almennilega á nýja kerfið.

Akureyrarmótið: Úrslit 2. umferðar

Mammútar með tvo sigra í B-riðli. Óljós staða í A-riðli vegna frestaðra leikja.

EM í krullu: Okkar menn áfram í toppbaráttunni

Sigur á Lúxemborg í dag. Gríðarlega spennandi barátta um annað sætið.

EM í krullu: Strákarnir okkar standa sig með prýði

Íslenska liðið er í baráttu um annað af tveimur lausum sætum í B-keppninni. Hafa unnið þrjá leiki af fimm. Þrír leikir eftir og möguleikarnir eru ágætir.

Akureyrarmótið: 2. umferð

Akureyrarmótið í krullu heldur áfram í kvöld. Þrír leikir fara fram, einum frestað.