Vetraríþróttahátíð ÍSÍ - Opnunarhátíð

Laugardaginn 6. febrúar kl. 16.00 hefst opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ í Skautahöllinni á Akureyri.

Öskudagsnammipökkun

Nú fer að líða að pökkun á öskudasnamminu. Byrjað verður mánudaginn 8 febrúar, nánari skipting hópa undir "Lesa meira". Mikilvægt er að allir mæti og taki þátt og hafi gaman af. Einning er óskað eftir aðstoð foreldra til að vera á staðnum meðan pökkun stendur. Pakkað verður frá 17.00-21.00 frá 8-12 feb og svo laugardag og sunnudag, sendið á ruthermanns@hive.is ef þið sjáið ykkur fært að aðstoða.   

Spennan eykst í karlaflokki

Í kvöld unnu Bjarnarmenn SR-inga í hörku viðureign í Egilshöllinni og nú er spennan að ná hámarki í deildinni.  Björninn hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og eftir bakslag gegn okkur um síðustu helgi þá eru þeir komnir aftur á lappirnar með góðum sigri á SR.  Nú er staðan þannig í deildinni að SR og Björninn eru jöfn að stigum með 19 stig en SA er enn á toppnum með 22.  Björninn hefur spilað einum leik fleiri en SA og SR sem munu mætast í síðasta leik umferðarinnar á laugardaginn hér á Akureyri.

Skautað á tjörninni - tilraun nr. 2!

Við ætlum að stefna að því að gera aðra tilraun til að skauta á tjörninni í kvöld í stað þess að hafa æfingu í Laugargötunni. Búið að er að kanna ísinn sem er traustur, vinsamlegast fylgist með heimasíðunni seinna í dag...eins og síðast þá gæti veðrið breyst en líkurnar eru meiri núna þar sem það á að haldast fyrir neðan frostmark í dag og kvöld. Endilega klæðið ykkur vel og munið að við þjálfarar berum ábyrgð á iðkendum meðan á æfingatíma stendur eða milli kl. 17 og 18, utan þess tíma eru iðkendur yngri en 18 ára á ábyrgð foreldra.

Breyttar æfingar vegna VHÍ 2010

Æfingatímar á miðvikudaginn og föstudaginn breytast lítillega vegna æfinga fyrir opnunaratriði á VHí 2010. ATH. BT tímar þessa daga falla niður því miður.

Íslandsmótið í krullu: Úrslit 3. umferðar

Skytturnar og Mammútar halda sínu striki og eru á toppnum þeð þrjá vinninga eftir þrjár umferðir.

Íslandsmótið í krullu: 3. umferð

Þriðja umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.