16.02.2010			
	
	Það verður enginn tími í Laugargötu í dag því miður!
 
	
		
		
		
			
					15.02.2010			
	
	Hér er hægt að fylgjast með vetrarólympíuleikunum: http://www.eurovisionsports.tv/olympics/
 
 
 
	
		
		
			
					15.02.2010			
	
	Mammútar töpuðu sínum öðrum leik í röð. Efstu liðin með 4 vinninga, neðstu með 2. 
 
	
		
		
			
					15.02.2010			
	
	Næsta miðvikudag eða á öskudaginn verða ísæfingar skv. tímatöflu en engar afísæfingar. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta í búningum sem hægt er að skauta í :)
 
	
		
		
		
			
					15.02.2010			
	
	Kjöraðstæður hafa verið til þess að skauta á tjörnunum í Innbænum undanfarnar vikur og hafa skautarar verið iðnir við að nýta sér tækifærið.  Það er hins vegar orðið langt síðan skipulagðar æfingar hafa farið fram undir berum himni en nú varð breyting á í síðustu viku þegar æfingar yngri flokka fór fram á tjörninni.   Góð mæting var á æfinguna og krakkarnir skemmtu sér vel.  Fyrst voru það 6. og 7. flokkur sem fjölmennti og þeim hópi er meðfylgjandi mynd, en strax á eftir þeim  var komið að 5. flokki.
 
	
		
		
			
					15.02.2010			
	
	Spurt var um hvaða lið fólk teldi að yrði deildarmeistarar Íslandsmótsins í krullu þetta árið. Næsta könnun er þegar komin í loftið.
 
	
		
		
			
					15.02.2010			
	
	Sjötta umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.
 
	
		
		
		
			
					14.02.2010			
	
	Keppni í krullu á Ólympíuleikunum í Vancouver hefst þriðjudaginn 16. febrúar. 
 
	
		
		
			
					14.02.2010			
	
	Minnum alla félagsmenn á að taka frá daginn 13. mars en þá verður haldin árshátíð Skautafélagsins í golfskálanum. Frekari upplýsingar koma síðar.
 
	
		
		
			
					13.02.2010			
	
	Ísland ekki lengur neðst á listanum. Hækkar um fjögur sæti frá fyrra ári og er hástökkvari ársins.