Íslandsmótið í krullu: Úrslit 3. umferðar

Skytturnar og Mammútar halda sínu striki og eru á toppnum þeð þrjá vinninga eftir þrjár umferðir.

Framganga toppliðanna var þó með ólíkum hætti í þriðju umferðinni. Skytturnar unnu stórsigur á Üllevål, unnu hverja einustu umferð í leiknum. Mammútar virtust ætla að stinga Garpa af með því að skora fimmu í annarri umferð en Görpum tókst að koma til baka og voru yfir fyrir lokaumferðina. Mammútar náðu að jafna og stálu svo þremur stigum í aukaumferð og unnu leikinn. Fífurnar sigruðu Víkinga og Riddarar sigruðu Svarta gengið. Skytturnar og Mammútar eru á toppnum með þrjá vinninga en fast á hæla þeirra koma Svarta gengið og Riddarar með tvo. Öll úrslit, staða, tölfræði og leikjadagskrá eru í excel-skjali hér.

Úrslit 3. umferðar:

 Riddarar (185,4) - Svarta gengið (185,4) 
  6-4 
 Víkingar (185,4) - Fífurnar (113)
  3-5
 Üllevål (21) - Skytturnar (109)
 0-14
 Mammútar (70) - Garpar (185,4)
  9-6
 
Fjórða umferð Íslandsmótsins fer fram mánudagskvöldið 8. febrúar en þá eigast við:
 
Braut 1: Garpar - Skytturnar
Braut 2: Mammútar - Riddarar
Braut 4: Svarta gengið - Víkingar
Braut 5: Fífurnar - Üllevål
Ísumsjón: Svarta gengið, Víkingar, Fífurnar, Üllevål.