U20: Markmiðinu náð, en ekki gullinu.

Rétt í þessu var að ljúka úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi þar sem Ísland tapaði fyrir Ástralíu 1 - 3.  Í gær unnu okkar menn þó mikilvægasta sigurinn á Nýja Sjálandi því með þeim sigri tryggði liðið sér farseðilinn uppúr 3. deildinni og munu því spila í 2. deild að ári.  Þrátt fyrir að því takmarki hafi verið náð í gær var leikurinn í dag mikilvægur því stefnan er alltaf sett á sigur.  Ástralía er enn aðeins sterkari en við og enn ætlar að verða einhver bið á því að við náum að landa sigri á móti þessum andfætlingum okkar - en biðin styttist.

Góður baráttusigur hjá SA konum

Í kvöld tryggði SA sér fyrsta sigurinn í vetur gegn Birninum í kvennaflokki, í æsispennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr enn á síðustu sekúndunni, í orðsins fyllst merkingu. Nokkuð jafnræði var með liðunum en Björninn var þó alltaf skrefinu á undan. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu þegar Hanna Heimisdóttir opnaði markareikninginn fyrir Björninn eftir varnarmistök SA.

Íslandsmótið í krullu 2010

Auglýst er eftir liðum sem ætla að taka þátt í Íslandsmótinu í krullu 2010. Þátttökutilkynningar berist í síðasta lagi 18. janúar.

Stórleikur í höllinni á laugardaginn

Á laugardaginn verður stórleikur í höllinni þegar eldra kvennalið SA tekur á móti Birninum.  Björninn hefur verið með sterkasta liðið í vetur en á meðan tvískipting SA liðsins vetur veikti liðið/liðin í upphafi hafa þau jafnt og þétt verið að styrkjast og nú ætla SA konur sér ekkert annað en sigur.

U20 komið í úrslit

Íslenska landsliðið vann N-Kóreu í gær með 6 mörkum gegn 3 og dag voru heimamenn lagðir að velli 8 - 2.  Það þýðir að liðið er komið í úrslit og spilar næst á móti Nýja Sjálandi á laugardaginn.  Með sigri tryggir liðið sér hreinan úrslitaleik á móti Ástralíu um gullið á sunnudaginn og það er næsta víst að það verður hörkuleikur.  Áfram Ísland!

ÖSKUDAGUR GAMAN GAMAN GAMAN

HALLó HALLÓ allir skautarar í A, B, C og S- hóp og FORELDRAR.  Nú er komið að öskudagsnammi sölu hjá deildinni okkar og þá vantar okkur ykkar hjálp til að fara í fyrirtækin í bænum og bjóða þeim pokana okkar. Við kvetjum ykkur til að koma í skautahöllina á sunnudaginn milli kl. 12 - 13  og sækja pöntunar miða og fara af stað helst á mánudaginn, salan þarf að klárast í næstu viku og pökkunin að byrja í þar næstu viku. 

EF þið ekki komist á þessum tíma en getið farið í þetta í næstu viku þá endilega hafið  samband við okkur.

Kristín - 6935120 og Allý - 8955804

Reykjavík International

Á síðu Skautafélags Reykjavíkur er að finna drög að tímatöflu og keppendalista fyrir Rig sem haldið verður helgina 15. -17. janúar nk. SR hefur boðið keppendur LSA æfingatíma á föstudagsmorgninum kl. 10-11, endilega reynið að nýta ykkur þann tíma, renna yfir prógram með tónlist og/eða element úr prógrömmum. Helga Margrét þjálfari verður komin suður og verður viðstödd æfinguna.

Bráðvantar fólk til að starfa á ÍSS móti á Akureyri

Kæru foreldrar/forráðamenn A og B keppenda hjá LSA.
 Helgina 26.-28. febrúar verður haldið Íslandsmót barna og unglinga ÍSS hér í Skautahöllinni á Akureyri. 
Mótið er fyrir alla A og B keppendur í öllum aldursflokkum hjá SA, SR og Birninum. (sjá nánar á www.skautasamband.is) .
Þar sem mótið er haldið hér norðan heiða er það okkar að sjá um að manna ýmsar stöður á mótinu og er með þessum pósti verið að óska eftir ykkar hjálp við það.  Okkur vantar starfsfólk í eftirtaldar stöður:
 
Hliðverðir: 3, þurfa að vera 2 í einu.
 
Tónlistarstjórar: 2-3
 
Kynnir: amk. 1,
 
Videoupptökumaður: 2-3 sem geta skip mótinu á milli sín.
 
á www.skautasamband.is > Mót >  Handbók v/framkvæmd móta á vegum ÍSS bls 13-15  má finna nánari lýsingu á því hvað felst í þessum störfum.
 
með von um góðar undirtektir
fh. LSA
Hulda Björg Kristjánsdóttir huldabk@btnet.is

Janúarmótið 2010 - 2. umferð

Garpar og Mammútar með forystu í riðlunum, bæði liðin með tvo sigra.

Landsliðið á leik í dag gegn N-Kóreu

U20 landsliðið gerði það sem ætlast var til af þeim og bar sigurorð af Tævan á mánudaginn og dag mætir liðið öðru Asíulandi en það er eitt af hinum illu öxulveldum, Norður Kórea.  Við væntum sigurs úr þessum leik en líkt og fyrr þá liggja engar upplýsingar fyrir um mótherjana.  Nú er fyrstu lotu lokið í leiknum og er staðan 2 - 1 fyrir Ísland.  Áhugasamir geta fylgst beint með leiknum á http://stats.iihf.com/Hydra/210/live/2471.html