Listi frá Söruh

Eftirtaldir skautarar hafa ekki mætt á afís hjá Söruh til að taka miðsvetrarpróf!!

Janúarmótið: Mammútar sigruðu

Mammútar unnu Garpa í úrslitaleik Janúarmótsins. Skytturnar náðu í bronsið.

Guðmundur Pétursson heiðraður

Íþróttaráð Akureyrar veitti á dögunum viðurkenningar til nokkurra einstaklinga sem hafa í gegnum tíðina lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu íþróttamála á Akureyri.  Einn þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni var Guðmundur Pétursson, eða Kubbi eins og við Skautafélagsfólk þekkjum hann.  Kubbi fæddist í Innbænum árið 1940 þar sem hann átti sín æsku og ungdómsár og byrjaði snemma að renna sér á skautum líkt og Innbæinga er siður.
 
Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89.  Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum.  Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.

Morgunæfing í fyrramálið

Minnum á morgunæfingu í fyrramálið kl. 06:30 :)

Kötturinn hennar Söruh þjálfara, hann PRINS er týndur

Prins er hvítur stutthærður meðalstór og býr í Aðalstrætinu og hefur ekki komið heim í nokkra daga. Ef þið sjáið hann þá hringið í Söruh 8681640

Listi yfir þá sem eiga eftir afís próf hjá Söruh!

Hér er listi yfir þá sem eiga eftir að taka afís prófið hjá Söruh. Mjög mikilvægt að mæta í dag og klára það!

Mini hokkí í leikhléi

Í fyrra leikhléi í leik SA og SR á laugardaginn voru yngstu iðkendur íshokkídeildar með skemmtilegt atriði þar sem þeir sýndu frábær hokkítilþrif á ísmiðju.  Atriði þetta vakti miklu lukku á meðal áhorfenda og krakkarnir skemmtu sér vel.  Krakkarnir sem fóru á ísinn heita Saga, Katrín, Ingólfur, Karl, Ævar og Alex.

Myndir SA - SR

Sigurgeir Haraldsson tók skemmtilegar myndir á leiknum á laugardaginn og þær má nálgast hér 

 

Yfirburðir á heimavelli

Í gærkvöldi spilaði Skautafélag Akureyrar sinn besta leik í vetur þegar SR-ingar voru kjöldregnir í 6 - 0 viðureign í Skautahöllinni á Akureyri.  Gengi liðsins hefur verið upp og ofan sem af er vetri og frammistaðan á heimavelli hefur hingað til ekki verið upp á marga fiska.  Árið 2010 fór þó vel af stað og þessi sigur í gær er vonandi til marks um það sem koma skal.  Liðinu tókst nú í fyrsta skiptið í vetur að loka algerlega á öfluga sóknarmenn þeirra SR-inga og koma veg fyrir stungusendingar og kirsuberjatíningar á fjær bláu sem hefur verið einkennismerki þeirra síðustu misseri.

Mfl. SA -SR 6 - 0

Leik meistaraflokkanna var að ljúka með sigri SA með 6 mörkum gegn 0.  3.fl.leiknum lauk með sigri SR í vítakeppni 4 - 5, jafnt var eftir venjulegan leiktíma 4 - 4.  Meira seinna.