Markmannspúðar

Upplýsingar um breytingar á reglum um stærð markmannspúða má finna á vefálþjóðasambandisns IIHF

 

Sparisjóðsmót

Sparisjóðsmót

ÍHÍ fundar með ÍSÍ vegna agabrota í leik Bjarnarins og SA

Eins og fram hefur komið barst ÍHÍ bréf frá ÍSÍ í kjölfar leiks Bjarnarins og SA þann 29. október síðastliðinn.

BRYNJUMÓTI LOKIÐ

Nú er Brynjumótinu lokið og ég held að vel hafi tekist til með flesta hluti og að allir hafi skemmt sér hið besta. Við í SA viljum þakka Birninum og SR fyrir þátttökuna og skemmtilega helgi og óskum þeim góðrar ferðar heim. Hér fylgja svo nokkrar myndir í boði Ása ljósmyndara, svona til upprifjunar og ánægju.

Aukaæfing hjá M, 1. og 2. flokki

Í dag sunnudaginn 6. nóvember verður aukaæfing fyrir Meistaraflokk, 1. flokk og 2. flokk milli 19 og 20.  Það er engin skylda að mæta en æfingin er hugsuð sem opinn tími fyrir stelpurnar til að fara í gegnum dansinn sinn með tónlist. 

BRYNJUMÓTIÐ - Hver er í hvaða liði ??

Jæja þá er búið að raða niður í liðin og hægt að skoða excel skrá með öllum liðum hér eða 5.fl. í word skjali hér, 6.fl. í word skjali hér og 7.fl. í wordskjali hér. Hér er svo tengill á tímatöfluna, svo nú ættu allir að geta séð hvar þeir eiga að vera.   OG ENDILEGA farið nú öll yfir það sem að ykkur snýr og ef einhverjar villur koma upp látið mig þá vita í síma 660-4888 eða í reynir@sasport.is . Athugið að keppendur verða að mæta amk. 30 mín. fyrir sína leiki.

Af heimasíðu ÍSÍ

Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá ÍHÍ vegna leiks Bjarnarins og SA sl. laugardag.

Leik SA og Narfans lokið

Leik SA og Narfans lauk nú fyrir stundu með sigri SA 5:3 og hvort sem spilað var á Narfa plani eða eitthverju öðru plani, hef bara ekki vit á því );  þá var þetta bara hinn skemmtilegasti leikur til áhorfs og talsvert lagt í af beggja hálfu.  Góóóóóðir SA !!

Muna breitta æfingatíma vegna leiksins í kvöld

7. og 6.fl. kl.16:00 eins og venjulega, 5.og 4.fl. kl.17:00 og 3. og kvennafl. kl.18:00

SA vs Narfi í kvöld

Í kvöld 3. nóv kl. 20:00 fer fram þriðja viðureign norðanliðanna í Skautahöllini hér á Akureyri. Í þeirri fyrstu var mjótt á mununum og Narfi náði sér þar í 1 stig en SA 2, í seinni leiknum vann SA nokkuð örugglega og í kvöld má segja að lið SA sé hálf vængbrotið með 3 menn í leikbanni, þá Elmar fyrir slagsmál, Lubomir fyrir kjafthátt og óíþróttamannslega framkomu og Jan þjálfari sömuleiðis. Þannig að ef einhverntíma hefur verið lag fyrir Narfamenn þá er það núna svo að reikna má með hörkuleik og góðri skemmtan. SA menn og konur, oft er þörf en nú er nauðsyn, allir að mæta og hvetja okkar menn.   Áfram SA