Jólafrí

Jólafrí og litlu jól 

Kæru foreldrar og krakkar

Nú kemur að jólafríi og viljum við byrja jólafríið á skemmtun fyrir krakkana. Síðustu æfingar verða sunnudaginn 18. desember samkvæmt æfingatöflu. Þriðjudaginn 20. desember verða svo litlu jólin fyrir 7.6.5.4 og 3. flokk frá kl. 17:00 -19:00. Farið verður í alls konar leiki og þrautir og verða verðlaun í boði.

Viljum við hvetja foreldra að koma og fylgjast með. Eftir 20. desember fara þessir flokkar í jólafrí og mæta svo allir krakkarnir hressir eftir jólin á æfingu fimmtudaginn 5. janúar 2006.

Kveðja Hokkístjórnin

LitlaHokkíbúðin í Skautahöllinni

 LitlaHokkíbúðin verður í Skautahöllinni á morgun laugardag

Tilfæringar á æfingatímum í dag

Vegna leiksins við Narfa í kvöld breytast  æfingatímar í dag.   7. og 6. fl. kl. 16: eins og venjulega.   5. og 4. fl. kl. 17:00 og svo  3. og kvennafl. kl. 18:00

Generalprufa og meiri upplýsingar!

Næstu leikir SA

Næsti leikur SA er við Narfa annað kvöld kl: 20.00 og svo eru 3 leikir hjá okkur um næstu helgi.  MFL. Kvenna spilar við Bjarnarstelpur föstudaginn 16. des. kl:21.30,  MFL. karla spilar svo við Björninn laugardaginn 17. des. kl:17.00 og á sunnudagsmorguninn 18. des. kl:08.00 spilar svo 2.flokkur við SR.

LitlaHokkíbúðin í Skautahöllinni

LitlaHokkíbúðin verður í Skautahöllinni á næsta laugardag

Jólasýning

Kæru iðkendur og foreldrar! Nú fer að styttast í jólasýningu hjá okkur. Í ár sýna krakkarnir okkar

 

Þegar trölli stal jólunum

 

sunnudaginn 18. desember kl.  16:30

 

Aðgangur 500 kr fyrir fullorðna

 

frítt fyrir 12 ára og yngri

 

Ekki er tekið við greiðslukortum

 

Allir iðkendur fá hlutverk og hvetjum við ykkur til þess að mæta ásamt öðrum gestum,líta upp frá amstri jólanna og njóta stundarinnar með börnunum ykkar. Foreldrafélagið mun standa fyrir kaffisölu í hléi á sýningunni.

 

Hér eru upplýsingar um það hvernig hver flokkur á að vera klæddur.

 

3. flokkur S: Þau eru krakkar að leika sér með jólagjafir.  Þau eiga að vera í jólalegum fötum, mega koma í skautakjólum ef þær vilja.


3. flokkur H: Þau eru hreindýr og eiga að koma í fallegum jólalegum fötum eða skautakjólum, það fást hreindýrahorn/hreindýraspangir í hár í Ice in a bucket, væri frábært að vera með það í hárinu!


4. flokkur a og b (hóparnir þeirra Helgu, Audrey, Heiðu og Berglindar):  Þau eru krakkar að undirbúa jólin, eiga að vera í fallegum jólafötum.


4. flokkur c (hópurinn þeirra Eriku og Ástu): Þau eru snjókorn, þau fá búningana hjá listhlaupadeildinni, eiga bara að mæta í venjulegum æfingafötum!

 

Jólafrí er svo að lokinni sýningu og verður nánar auglýst síðar hvenær æfingar hefjast að nýju
Upplýsingar er hægt að nálgast hjá þjálfurum og stjórn listhlaupadeildar.


 

Minningarmót um Magnús Finnsson

Laugardaginn 10. desember verður haldið minningarmót um Magnús Finnsson, formann SA, sem lést fyrr á þessu ári langt um aldur fram. Að sjálfsögðu verður   keppt í íshokkí og eru það Old-boys lið frá SA, SR og Birninum sem keppa um bikar sem Skautafélag Akureyrar gefur af þessu tilefni.          

 Fyrsti leikurinn hefst kl. 16:00 en þá eigast við kvennalið SA og úrval úr öllum liðum. Hver leikur verður 2x20 mínútur. Veglegt kaffihlaðborð verður fyrir gesti og  gangandi frá kl. 17:00. Í hléum á milli leikja munu iðkendur frá Listhlaupsdeild SA sýna listir sínar.  

Gaman væri að sjá sem flesta félaga SA, bæði eldri og yngri ásamt foreldrum og öðrum velunnurum í tilefni dagsins. Um leið og við höldum á lofti minningu  Magnúsar getum við átt saman góðar stundir, fengið okkur kaffibolla og kökusneið, hvílt okkur frá jólabakstrinum og að sjálfsögðu notið þess að horfa á eldri sem  yngri snillinga sýna listir sínar á ísnum.  

 

 

Minningarmót 9. og 10. desember á Akureyri

Oldboys mót ný tafla  Hokkíleikirnir eru 2x 20 mín. og er klukkan ekki stoppuð.

Úrvalið úr Old Boys er hugsað að 10 elstu spilararnir á mótinu fengju að spila við stelpurnar.
Það verður svo kaffi og kökur um hálf fimm í boði SA. Eins og þú sérð byrjum við að spila á föstudags kvöld og verðum fram að miðnætti.

SA sigur á SR :O)

Leik mfl. SR og SA í laugardal er lokið með sigri SA manna 3:5. Til hamingju SA menn, frábær árangur.