16.02.2015
SA Ynjur mættu Bjarnarstelpum í tvígang um helgina og töpuðu fyrri leiknum 1-2 en unnu góðann sigur í þeim seinni lokatölur 5-0. 2. Lið SA í 2. flokki spilaði einnig tvo leiki við Björninn og töpuðu fyrri leiknum 6-9 en unnu þann seinni 8-2.
14.02.2015
Í dag laugardaginn 14. feb. er leikur í 2. flokki karla, SA vs Björninn og hefst sá leikur kl. 16,30 og strax að honum loknum (milli hálf sjö og sjö) er leikur í Mfl. kvenna, Ynjur vs Björninn.
13.02.2015
Stelpurnar okkar hafa nú allar lokið keppni og stóðu þær sig gríðarlega vel í langa prógraminu í dag.
12.02.2015
Þá er fyrri keppnisdeginum lokið hjá stelpunum okkar á Norðurlandamótinu í Stavanger og stóðu þær sig allar mjög vel.
11.02.2015
Landsliðsstelpurnar okkar í listhlaupi, þær Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir og Pálína Höskuldsdóttir taka þátt á Norðurlandamótinu í Listhlaupi um helgina fyrir Íslands hönd.
10.02.2015
Víkingar áttu að spila útileik gegn Birninum í dag en þar sem Öxnadalsheiðin er lokuð frestast sá leikur til næsta fummtudags kl. 20,00
03.02.2015
Helgina 7. og 8. febrúar verða breyttir æfingatímar vegna æfingabúða hjá Hokkýinu.
02.02.2015
Ásynjur höfðu betur gegn Birninum á laugardag í Egilshöll, lokatölur 5-2. Ásynjur höfðu þá þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna og fengu bikarinn afhentan eftir leikinn í Egilshöll. Ásynjur hafa því enn með ekki tapað leik á tímabilinu og fóru í gegnum tímabilið ósigraðar en þetta var þeirra síðasti leikur á tímabilinu og þær hafa því nægan tíma til þess að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígið.
02.02.2015
Víkingar töpuðu í gærkvöld á heimavelli fyrir Birninum, lokatölur 3-4. Víkingar voru sterkari aðilinn framan af en misstu dampinn þegar á leið og Björninn gekk á lagið. Víkingar eru þó enn efstir í deildinni en forystan á Björninn hefur heldur rýrnað og er nú 5 stig.
30.01.2015
Á fundi stjórnar LSA síðastliðin þriðjudag óskaði Halldóra formaður LSA eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Ingibjörg varaformaður tók við keflinu af Halldóru fram á vor. Við þökkum Halldóru góð störf í þágu félagsins og óskum henni góðs gengis í framtíðinni.