15.05.2015			
	
	Alþjóðlegt íshokkímót kvenna hefst í dag í Skautahöllinni á Akureyri en spilað verður bæði föstudag og laugardag. Þetta er hið svokallaða NIAC mót (Northern Iceland Adventure Cup) sem nú er haldið í fimmta skiptið. Kvennaliðið Ice Dragon frá Toronto í Kanada kemur í heimsókn en á þeim fimm árum sem mótið hefur verið haldið hafa komið hingað kvennalið frá Englandi, Svíþjóð, Danmörku og Kanada.
 
	
		
		
		
			
					11.05.2015			
	
	Vorsýning LSA verður haldin sunnudaginn 17. maí klukkan 17:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur (ekki posi á staðnum). Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hlénu. Hlökkum til að sjá sem flesta.
 
	
		
		
			
					11.05.2015			
	
	Aðalfundur hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verðu haldinn mánudaginn 18. maí kl. 20,00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Á dagskrá verða venjubundin aðalfundar störf.   Stjórnin.
 
	
		
		
		
			
					08.05.2015			
	
	Félagar í Skautafélagi Akureyrar eru allir þeir sem iðka sína íþrótt í Skautafélaginu eða nýta aðstöðuna á einn eða annann hátt.  Einnig geta allir sem áhuga hafa á félaginu og starfsemi þess gerst félagsmenn með greiðslu félagsgjalds.  Félagsgjöld eru ekki innifalin í æfingargjöldum. Félagsgjöld renna í sjóð hjá Skautafélaginu sem notaður er í að byggja upp innviði félagsins, bæta aðstöðu fyrir félagsmenn og halda í heiðri sögu félagsins.  Fjárfestingar úr félagssjóði hin síðari ár hafa m.a. verið verðlaunaskápar, húsgögn í félagsherbergi og tækjabúnaður s.s. sjónvarp og skilti á veggjum skautahallarinnar með myndum úr sögu félagsins. 
 
	
		
		
			
					06.05.2015			
	
	Boðað er til aðalfundar listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 12.maí klukkan 20:00 í fundarherbergi skautahallarinnar
 
	
		
		
		
			
					05.05.2015			
	
	Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20.00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
 
	
		
		
		
			
					18.04.2015			
	
	Þriggja skipta skauta og íshokkí byrjendanámskeið fyrir krakka á aldrinum 3-6 ára verður haldið á sunnudögum í maí. Allur búnaður til staðar. 
 
	
		
		
		
			
					18.04.2015			
	
	Vormót hokkídeildar hefst á mánudag en nú er búið að raða í lið og fullgera dagskrána sem má finna hér að neðan.
 
	
		
		
			
					14.04.2015			
	
	Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga föstudaginn 17.apríl kl. 11:00-14:30 verður í beinni útsendingu á heimasíðu ÍSÍ.
 
	
		
		
		
			
					12.04.2015			
	
	SA sigraði í þriðja og síðasta helgarmóti Íslandsmótsins í 4. flokki í dag og fékk afhentann Íslandsmeistarabikarinn. Liðið sigraði með nokkrum yfirburðum en það vann alla leiki vetrarins bæði í Íslansmóti og bikarmóti.