Heimaleikir um helgina!

Það verður stór hokkídagur um helgina í Skautahöllinni þegar bæði meistaraflokks liðin okkar spila sína fyrstu heimaleiki í Hertz-deildunum. Athugið að nú er hægt að kaupa miða á leikina í forsölu í gegnum Stubb og við mælum með því vegna sóttvarnar skráningar. Miðaverð er 1000 kr. á hvorn leik - frítt fyrir 16 ára og yngri.

SA Víkingar byrja tímabilið vel

SA Víkingar byrja nýtt tímabil í Hertz-deildinn vel en þeir unnu sannfærandi 6-2 sigur á SR í gærkvöld í Laugardal. Ungir leikmenn stigu sín fyrstu skref í leiknum og aðrir skoruðu sín fyrstu mörk fyrir SA Víkinga sem byrja tímabilið vel þrátt fyrir mikil mannaskipti frá síðasta tímabili.

Nýtt upphaf hjá SA Víkingum

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deild karla á morgun þegar liðið mætir Skautafélagi Reykjavíkur syðra í fyrsta leik Hertz deildarinnar þetta tímabilið. Íslandsmeistaralið Víkinga hefur tekið töluverðum breytingum frá síðasta vetri þar sem 10 leikmenn eru farnir úr liðinu.