Þrjú gull og Íslandsmeistaratitlar á RIG

Listhlaupadeild Skautafélags Akureyar tryggði sér þrjú gullverðlaun og 3 Íslandsmeistaratitla á seinni keppnisdegi skautamóts Reykjavíkurleikanna. Freydís Jóna vann gull í Advanced Novice flokk og Sædís Heba Guðmundsdóttir varð í öðru sæti. Júlía Rós setti persónulegt met í Junior flokki með 128.37 stig og Aldís Kara setti Íslandsmet í Senior flokki með 123.44 stig.