SA enn taplausar í Hertz-deild kvenna

Kvennalið SA vann 7-5 sigur á Reykjavík í Hertz-deild kvenna um helgina. Leikurinn var jafnari en oft áður í vetur og var spennandi allt fram á lokamínútur leiksins. SA er með sigrinum þá enþá taplausar í vetur þegar 9 leikir eru spilaðir.

SA Víkingar náðu sigri gegn SR í Hertz-deild karla

SA Víkingar unnu 5-3 sigur á SR í spennandi leik á laugardag. SA Víkingar voru í bílstjórasætinu lengst af en SR komst inn í leikinn í 3. lotu og náðu að minnka muninn í eitt mark en nær komust þeir ekki. Þetta var síðasta einvígi þessara liða áður en þau mætast í úrslitakeppninni sem hefst 12. mars í Skautahöllinni á Akureyri.

Eyof 2019

Marta María Jóhannsdóttir var valin fulltrúi Íslands á Eyof 2019 í listhlaupi. Mótið fór fram í Zarajevo dagana 9-16. febrúar.

Fréttir frá Norðurlandamótinu í Listhlaupi

Fréttir frá Norðurlandamótinu í Listhlaupi sem fram fór í Linköping í Svíþjóð dagana 6.-10. febrúar síðastliðinn. Þar átti LSA þrjá keppendur, þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu Fen og Júlíu Rós

Mótstilkynning Vinamóts Frost 2019.

Mótstilkynning Vinamóts Frost 2019

Hokkídagur á laugardag leikið í bæði Hertz-deild karla og kvenna

Á laugardag verður sankallaður hokkídagur í Skautahöllinni en þá fara tveir leikir fram, SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz-deild karla kl. 16.30 og SA tekur svo á móti Reykjavík í Hertz-deild kvenna kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1000 kr. á fyrri leikinn, frítt inn fyrir 16 ára og yngri og svo er frítt inn á seinni leikinn. Þettar eru jafnframt síðustu heimaleikir liðanna okkar fyrir úrslitakeppni. Bæði lið hafa nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og heimaleikjarétt. Úrslitakeppni karla hefst 12. mars og úrslitakeppni kvenna 16. apríl.

SA - SR 2.flk í kvöld

Í kvöld fer fram leikur í 2. flokki en þá tekur SA á móti SR. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður eflaust bráðfjörugur á að horfa. SA er með 25 stig í deildinni en SR 13.

Gimli Cup 2018

Garpar Gimli Cup meistarar

Hokkíleikur fyrir stelpur hjá um helgina - Global Girls Game

Global Girls Game fer fram um helgina en þá verða spilaðir íshokkíleikur kvenna um allann heim og í öllum heimsálfum. Öllum stelpum - óvönum sem vönum - gömlum sem ungum er boðið að koma og spila íshokkíleik saman í Skautahöllinni á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar kl. 9.55. Endilega bjóðið vinum og fjölskyldumeðlimum að taka þátt í þessu en hægt er að fá allann búnað lánaðan fríkeypis fyrir viðburðinn. Global Girls Game

SA Íslandsmeistari í 4. flokki

SA varð um helgina Íslandsmeistari í 4. flokki í bæði keppni A- og B- liða. Íslandsmótið er leikið í formi helgarmóta en liðin spila 12 leiki á tímabilinu en þetta er yngsti aldursflokkurinn þar sem keppt er til Íslandsmeistara. Bæði liðin unnu alla sína leiki í Íslandsmótinu og fengu Íslandsbikarinn afhentan í lok síðasta mótsins nú um helgina sem fram fór í Egilshöll. Til hamingju öll með frábæran árangur.