SA Víkingar fara vel af stað í Lýsisbikarnum

Ungt lið SA Víkinga sigraði Björninn á sunnudag í fyrstu umferð Lýsisbikarsins með þremur mörkum gegn tveimur. Sigurmarkið kom í framlengingu en það var engin annar en landsliðsfyrirliðinn Ingvar Jónsson sem skoraði markið með glæsilegu einstaklingsframtaki. SA Víkingar eru með flest stig eftir fyrstu umferðina en liðið fékk einnig fullt hús stiga á laugardag þar sem SR gaf þann leik.

Íshokkífólkið okkar erlendis að gera góða hluti

Nú er íshokkítímabilið að hefjast vítt og breitt um heiminn og undirbúningstímabilið hjá íshokkífólkinu okkar erlendis í fullum gangi. Við eigum 5 stúlkur sem spila í 1. deildinni í Svíþjóð og spiluðu þær allar sínu fyrstu leiki með nýjum liðum um helgina og skemmtileg tilviljun að þær mætust einmitt allar á sama mótinu. Silvía og Sunna Björgvinsdætur byrjuðu tímbailið vel og hrósuðu sigri í MonkeySports bikarnum með liði sínu Södertälje en þær röðuðu einnig inn stigum fyrir sitt lið. Silvía skoraði 3 mörk og átti eina stoðsendingu og var næst stigahæsti leikmaður mótsins. Sunna var með 3 stoðsendingar og fjórði stigahæsti leikmaður mótsins og fékk einnig mikið lof fyrir varnarleikinn sinn og þá sérstaklega í úrslitaleiknum. Ragnhildur Kjartansóttir og lið hennar Färjestad spiluðu til úrslita gegn Södertälje og náði Ragnhildur að opna markareikninginn í fyrsta leik mótsins en Ragnhildur er sóknarsinnaður varnarleikmaður af bestu gerð. Saga Margrét Blöndal og Herborg Geirsdóttir spiluðu sem lánsleikmenn með Vesteras í mótinu en báðar eru þær á mála hjá Troja/ljungby og þóttu standa sig vel á mótinu.

Aldís Kara með besta árangur Íslands frá upphafi á Junior Grand Prix

Aldís Kara náði um helgina besta árangri íslenskra skautara á Junior Grand Prix sem fram fór í Ólympíu höllinni í Lake Placid. Aldís náði 106,43 stigum sem kom henni í 20. sæti á þessu sterka móti sem er besti árangur íslenskra skautara á þessari mótaröð bæði í stigum og sæti. Einnig er þetta hennar persónulega besti árangur á móti erlendis og bætti hún sig um tæp 3 stig frá Norðurlandamótinu frá því fyrr á þessu ári.

SA Víkingar taka á móti Fjölni í Lýsisbikarnum í dag kl. 16.45

SA Víkingar hefja leik í Lýsisbikarnum í dag þegar liðið tekur á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 16.45 og það er frítt inn á leikinn. Lýsibikarinn er bikarkeppni þriggja aðildarfélaga Íshokkísambands Íslands, keppnisfyrirkomulag er tvöfaldur Round Robin, samtals 6 leikir. Það er Lýsi hf sem er aðal stuðningsaðili keppninnar og býður öllum frítt á alla leiki keppninnar.