Krulluæfing í kvöld

Önnur krulluæfing vetrarins kl. 19:00 í kvöld.

Ásynjur skelltu Birninum

Björninn tók á móti Ásynjum Skautafélags Akureyrar í gær í fyrsta leik liðanna í Hertz-deild kvenna. Þrátt fyrir að Ásynjur hafi stjórnað leiknum mest allan tímann þá spiluðu Bjarnarkonur þétta vörn í byrjun og náðu Ásynjur ekki að skora fyrr en undir lok fyrstu lotu. Þar var á ferðinni Rósa Guðjónsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á sömu mínútunni. Rósa átti stórgóðan leik en þetta var hennar fyrsti leikur eftir 6 ára fjarveru vegna meiðsla. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrstu lotu og endaði hún því 0-2 Norðankonum í vil.

Emilía Rós hefur lokið keppni á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti

Emilía Rós hefur lokið keppni á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti í Tallinn í Eistlandi og stóð hún sig með miklum sóma.