Emilía Rós hefur lokið keppni á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti

Emilía Rós Ómarsdóttir mynd: Helga Hjaltadóttir
Emilía Rós Ómarsdóttir mynd: Helga Hjaltadóttir

Emilía Rós skautaði frjálsa prógrammið sitt í dag í Tallinn í Eistlandi. Hún skautaði prógrammið sitt fallega og fékk hún fyrir það 25.79 stig i tæknieinkunn, samanlagt fyrir frjálsaprógrammið fékk hún 55.05 stig og samanlagt fyrir bæði prógrömmin 82.96 stig. Hún hafnaði í 27.sæti af 33 keppendum.

Til hamingju með árangurinn Emilía Rós á Junior Grand Prix.