3.flokkur 1 sigur og 1 tap um helgina

Leikinn var svokallaður "Tvíhöfði" í 2.flokki hér um helgina.

Akureyrarmót 2015

Krulluvertíðin hófst loksins af alvöru sl. mánudag þegar Akureyramótið byrjaði.

Breytingar á æfingatímum 10.okt-18.okt og helgina 7.-8. nóvember

Hér er að finna breytingar sem verða á tímatöflunni hjá listhlaupinu á næstunni. Bæði vegna skipta við Hokkýið og vegna undirbúnings fyrir Bikarmót ÍSS.

Stelpuhokkídagurinn haldinn næstu helgi

Stelpuhokkídagurinn verður haldinn sunnudaginn 11. október milli kl. 13-15 í Skautahöllinni á Akureyri. Frítt fyrir stelpur á öllum aldri að koma og prófa íshokkí! Reyndir leiðbeinendur og landsliðskonur verða á svellinu til að kenna undirstöðuatriðin en hægt er að fá skauta, hjálma og kylfur á staðnum án endurgjalds. Endilega bjóðið systrum ykkar, frænkum og vinkonum að koma á þennan skemmtilega viðburð og prófa íshokkí.

Ásynjur áfram á sigurbraut en 2. Flokkur en án stiga

Ásynjur mættu SR í Laugardalnum um helgina og unnu þægilegan 16-1 sigur. Ásynjur eru með 7 stig eftir þrjá leiki í öðru sæti deildarinnar á eftir Ynjum sem eru með 11 stig eftir fjóra leiki spilaða. 2. flokkur hafði ekki erindi sem erfiðið gegn SR en sá leikur endaði 7-0 fyrir SR.

Málstofa um andlega líðan íþróttamanna

Þriðjudaginn 6. október mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna og fer málstofan fram í Háskólanum á Akureyri og hefst kl.16:30. Samskonar málstofa var haldin í Háskólanum í Reykjavík í september fyrir troðfullum sal með um 200 áheyrendum. Málstofan er haldin í samstarfi ÍSÍ, HR og KSÍ.

Foreldrafundur hjá foreldrum í byrjendahópum

Mánudaginn 5. október kl. 18:15 verður haldinn foreldrafundur fyrir foreldra barna i byrjendahópum. Krakkarnir eru velkomnir með á fundinn.

Breyttir æfingatímar um helgina

Um helgina 3-4.október eru breytingar á æfinatímum hjá listhlaupinu vegna Brynjumótsins í íshokkí. Þetta þýðir að skautastund á laugardögum fellur niður.

Brynjumótið haldið í 19. sinn nú um helgina

Stórmót yngstu iðkennda í íshokkí fer fram nú um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Ísbúðin Brynja hefur í gegnum tíðina verið einn öflugasti styrkaraðili barnastarfs íshokkídeildarinnar en þetta er í 19. sinn sem Brynja heldur mótið. Æfingar falla niður hjá listhlaupa- og hokkídeild fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Þá verður lokað fyrir almenning á laugardag.

Styrktartónleikar

Sæl öll Langaði að vekja athygli ykkar á styrktartónleikum sem haldnir verða í kvöld. Tónleikar verða haldnir til styrktar Mikael Smára Evensen fimmtudaginn 1. október, í Akureyrarkirkju kl 20.00. Mikki litli er 3 ára gutti sem haldinn er afar sjaldgæfum og ólæknandi sjúkdómi að nafninu Ataxia Telangiectasia, einnig kallaður Louis Bar heilkennið. AT er erfðasjúkdómur sem leggst á tauga og ónæmiskerfið og hefur í för með sér alvarlega færniskerðingu sem kemur fram á margan hátt. Læknar hafa tjáð foreldrum hans að hans bestu ár séu núna, og nú sé bara að njóta þeirra. Fyrir þá sem ekki vita er Mikki barnabarn Svönu og Jóns Rögg. sem bæði eru félagar í Skautafélagi Akureyrar og hafa alltaf verið reiðubúin að fórna tíma sínum og kröftum í þágu félagsins. Stórfjölskylda Mikka litla hóf söfnun fyrir fjölskylduna, bæði til að standa straum af þeim kostnaði sem fellur á fjölskylduna sem og til að hjálpa þeim að skapa minningar og tryggja það að Mikki litli fái ís á hverjum þeim degi sem hann á eftir ólifað, enda er það eitt af því besta sem hann fær. Sem dæmi má nefna að nú þurftu þau að flytja, því þau bjuggu áður í raðhúsaíbúð á 2 hæðum, sem var mjög óhentugt þegar maður er með lítinn pjakk sem þarf á hjólastól á halda. Á tónleikunum koma fram Eyþór Ingi, Gospelkór Akureyrar, Heimir Ingimars, Hjalti og Lára, Hvanndalsbræður, Óskar Péturs og Þórhildur Örvars. Allt tónlistar og tæknifólk gefur vinnu sína og því mun öll innkoma á tónleikana renna beint í Styrktarsjóð Mikka litla. Ef einhverjir komast ekki á tónleikana en vilja styðja málefnið er hægt að leggja inn á reikning: 0565-14-404501 kt 580515-1690.