Snackbar Weight sigurvegarar á Ice Cup

Snackbar Weight, blandað lið sem innihélt tvo Dani, einn Hollending og einn Englending vann sænska liðið Swedes on the Rocks frá Uppsala í úrslitaleik Ice Cup. Fish Tacos frá Ardsley Curling Club í New York vann bronsleikinn. Þrír Bandaríkjamenn og ensk kona í liðinu 3 Men and a Lady unnu úrslitaleikinn í B-deildinni.

Ice Cup - skipting í A og B

Nú hafa öll liðin leikið þrjá leiki á Ice Cup og ljóst hvaða lið fara í A-deild og hvaða lið í B-deild. Hér er leikjadagskrá morgundagsins.

Ice Cup: Úrslit leikja og næstu leikir

Nú hafa öll liðin leikið tvo leiki og eru Garpar og NY Rock-ettes efst með tvo sigra.

Ice Cup - beinar útsendingar

Krulludeildin verður með beinar útsendingar með einni vél sem sýnir allar brautirnar á meðan á Ice Cup stendur. Slóðin er sasport.is/tv, en einnig er hægt að fara í valmyndina til vinstri á forsíðu sasport.

Ice Cup - fyrstu úrslit og næstu leikir

Nú hafa öll liðin í mótinu lokið einum leik og ljóst hverjir mæta hverjum í leikjum kl. 10 og 12.30 á morgun.

Vormót - Deild II og III

Í maí verður spilað Vormót í íshokkí í þremur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II og Deild III. Tímasetningar á fimmtudögum eru ekki staðfestar.

Ice Cup - fyrstu leikir

Opnunarhóf Ice Cup fór fram í kvöld og var dregið um það hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni.