Íslandsmót í listhlaupi

Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal helgina 23.-25. nóvember. Tólf keppendur frá SA skráðir til leiks.

Myndir Jötnar - Húnar 20.11.2012

Horfnir á 60 sekúndum

Jötnar töpuðu fyrir Húnum, 3-5, í kvöld. Fjögur mörk voru skoruð á síðustu fjórum mínútum leiksins, Jötnar jöfnuðu með tveimur mörkum með 16 sekúndna millibili, en Húnar slökktu vonir heimamanna með tveimur mörkum á lokamínútunni.

Jötnar mæta Húnum í kvöld

Í kvöld kl. 19.30 fer fram einn leikur í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Jötnar og Húnar mætast í Skautahöllinni á Akureyri.

Gimli Cup: Mammútar einir efstir

Mammútar eru einir í efsta sætinu að loknum þremur umferðum í Gimli Cup og geta tryggt sér titilinn með sigri í næstu umferð.

Bikarmót Krulludeildar

Bikarmót Krulludeildar hefst miðvikudagskvöldið 21. nóvember. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.

Víkingar og Ásynjur með sigra syðra (uppfærð með markaskorurum Ásynja)

Víkingar sóttu þrjú stig í Egilshöllina í kvöld með 4-7 sigri á Húnum. Lars Foder skoraði þrjú mörk. Ásynjur unnu öruggan 17 marka sigur á SR. Sólveig Smáradóttir með fjögur mörk.

Hokkífólk á suðurleið

Víkingar og Ásynjur heimsækja Reykjavíkurliðin í kvöld. Landsliðshelgi hjá kvennalandsliðinu.

Krulla: Íslensk verðbréf í heimsókn

Krullufólk fékk góða gesti sl. miðvikudagskvöld.

Gimli Cup: Þrjú á toppnum

Önnur umferð Gimli Cup krullumótsins fór fram í kvöld. Þrjú lið hafa unnið báða sína leiki og þrjú tapað báðum sínum.