Íþróttafólk ársins 2010

Aðalstjórn heiðraði á dögunum sitt besta íþróttafólk árið 2010 og boðið var til kaffisamsætis í Skautahöllinni að því tilefni.  Fyrst stóðu allar deildir fyrir vali á sínu íþróttafólki en fyrir valinu urðu;
Krullumaður ársins:  Jens Gíslason
Listhlaupari ársins:  Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Íshokkíkona ársins:  Guðrún Blöndal
Íshokkímaður ársins:  Jón Gíslason

Þegar val deildanna lá fyrir beið aðalstjórn það vandasama verk að velja íþróttamann félagsins 2010 sem síðan mun halda áfram í valið um íþróttamann Akureyrar 2010.  Aðalstjórn valdi Jón Benedikt Gíslason sem íþróttamann Skautafélags Akureyrar 2010 og er hann líkt og hin sem heiðruð voru, vel að sínum titli kominn.  Jón á að baki glæsilegan feril í íshokkí, ekki síst á árinu sem var að líða, sem fyrirliði Íslandsmeistaraliðsins og sem bronsverðlaunahafi með landsliðinu frá Heimsmeistaramótinu í vor og síðast en ekki síst íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands.