Þorramótið - úrslit

Þorramótið í krullu fór fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld.

Jötnar komnir uppfyrir Björninn eftir annan sigur

Jötnarnir unnu í gærkvöldi annan sigurinn á Birninum á tveimur dögum og lönduðu því heilum sex stigum um helgina og komust með því yfir Björninn á stigatöflunni.  Jötnar eru sem stendur í 3. sæti með 13 stig en Björninn er í neðsta sæti með 11 stig.

Nokkuð jafnræði var með liðunum, Jötnar skoruðu fyrsta markið og Björninn jöfnuðu, síðan skorðu Jötnar tvö í röð í 3. lotu áður en gestjafarnir gerðu slíkt hið sama og jöfnuðu aftur.  Annað mark lotunnar átti hinn ungi og efnilegi varnarmaður Ingþór Árnason, sem skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki og auðvitað frá bláu línunni.  Ingþór spilar líkt og Sigurður Reynisson einnig í 2. og 3. flokki og hafa þeir því spilað ansi marga leiki í vetur og það er að skila sér.

Á síðustu mínútum var allt í járnum og allt stefndi í framlengingu þegar Helgi LeCunt skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði Jötnum öll stigin sem í boði voru um helgina.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá Jötnunum sem áttu óvenju erfiða viku því þeir þurftu að spila þrjá leiki í Reykjavík á 5 dögum og geri aðrir betur.  Af þeim 9 stigum sem í boði voru þessa 5 daga náðu þeir sér í 7.  Jötnar hafa nú lagt öll liðin í deildinni að velli.
Reynir Sigurðsson var á leiknum og var með beina textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Leikur í gangi Björninn - Jötnar

Leikurinn er hafinn og fyrsta refsing bjarnarins kom á 20 sek hooking.     björninn er fullskipaður .     16,52 eftir af 1. lotu.      14.04 eftir og tíðindalítið .       helgi Jötunn fær 2 fyrir holding,    7,32  eftir.     björninn fær 2 fyrir holding, 4 á 4 í 50sek.       Josh fékk 10 min miscon. og svo sturtuna.      björninn var 5 á 3 en jón stal pekkinum og skoraði,  6,04 eftir.     jötnar eru búnir að eiga ótrúlegt tæplega 5 min penaltykill  spilað 5 á 5  og lotan búin.   staðan 0 - 1.

2.lota er hafin.    björn jötun fær 2 fyrir röffing.     stebbi jötun fær 2 fyrir tripp.  jötnar eru 3 í 1,15.      ingó jötun fær 2 fyir interf.      Spilað 5 á 5, jötnar sluppu með skrekkinn,    13,56 eftir af 2. lotu.     7,19 eftir af lotunni og leikurinn nokkuð jafn á báða bóga.    björninn fær 2 fyrir röffing.  6,06 eftir.    2,57.  eftir.    0,43 eftir.   2. leikhluti búinn og leikurinn hefur verið nokkuð í járnum og góðar sóknir á báða bóga en staðan er óbreytt 0 - 1.

3.leikhluti er hafinn.    stebbi fær 2 fyrir hooking,  16,35 eftir.        björninn skoraði í powerplay  1 - 1.  15,04 eftir.    Ingþór skoraði fyrir jötna, þrumuskot frá bláu   1 - 2    14,10  eftir .  Jón var að skora fyrir jötna  1 - 3   12,00 eftir 

Í kvöld kl 19,15 Björninn - SA Jötnar í Egilshöll

Nú á eftir verður spilaður seinni leikur helgarinnar í Íslandsmóti meistarflokks karla. Ef tök verða á verður ófullkomin textalýsing hér á vefnum.      Í laugardalnum munu einnig eigast við í Íslandsmóti kvenna lið SR kvenna sem er að spila sitt fyrsta tímabil og SA Valkyrjur sem eru efstar að stigum í þeirri deild. SR konur munu að ég held fá liðsauka úr Grafarvoginum og má því allt eins reikna með spennandi leik þar.     ÁFRAM SA .............. 

Jötnar sigra Björninn; 5 - 3

Í kvöld gerðu Jötnar sér lítið fyrir og báru sigurorð af Bjarnarmönnum á þeirra heimavelli í Egilshöllinni.  Talnaglöggir hafa reiknað það út að með þessum sigri hafi Jötnar gert út um möguleika Bjarnarmanna á sæti í úrslitum.  Jötnar eru nú með 10 stig og Björninn með 11 þannig að botnbaráttan er orðin hnífjöfn.  Liðin mætast aftur í kvöld og með sigri geta Jötnar komið sér í þriðja sætið og uppúr botnsætinu í fyrsta skiptið í vetur.

Reynir Sigurðsson var á leiknum og hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu hans á leiknum.:

Það eru 5 min liðnar af 1 leikhluta og staðan jöfn 0 - 0 og engin refsing komin.         lotan hálfnuð og komin fyrsta refsing björninn fór útaf fyrir tripping.       Björnin spilar fullskipað lið. og 8 og 20 eftir.       Björnin skoraði staðan 1 - 0  og 8 07 eftir.        Björninn skorar sitt annað mark   staðan 2 - 0.    Jötnar skora sitt fyrsta   staðan 2 -1 .      Andri már fékk 10 min persónulegan dóm  þegar ca. 13. min voru búnar af lotunni .        Björninn skoraði á 14. min. staðan 3 - 1.     5 min eftir og björninn fer í box fyrir hooking.    björninn með fullskipað lið 2 og 50 eftir.         Lotan búin.   

 

Íslandsmótið í krullu 2011

Óskað er eftir skráningum liða í Íslandsmótið í krullu 2011. Tekið er við skráningum í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 26. janúar.

Þorramót í krullu 22. janúar

Opið Þorramót í krullu verður haldið á laugardagskvöldið. Allir velkomnir. Skráning á staðnum.

Jón Gíslason í þriðja sæti í vali íþróttamanns Akureyrar 2010

Íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010 var útnefndur í gærkvöldið í Ketilhúsinu. Við sama tækifæri var skrifað undir samninga við unga og efnilega íþróttamenn og sömuleiðis voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir langt og óþreytandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.


Aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefna íþróttamenn úr sínum röðum til kjörs Íþróttamanns Akureyrar og fulltrúi Skautafélagi Akureyrar var Jón Gíslason, sem um áramótin var bæði valinn íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandinu og Skautafélaginu.  Jón var þess heiður aðnjótandi að hljóta þriðja sætið í valinu í gærkvöldi og á meðfylgjandi mynd má sjá hann taka við verðlaunum úr hendi Þrastar Guðjónssonar formanns Íþróttabandalags Akureyrar.

Nýársmótið: Ólafur Hreinsson heldur efsta sætinu

Tveir leikir fóru fram í næstsíðustu umferð Nýársmótsins í kvöld.