Heimsmeistaramótið í flokki U18

Síðustu 10 daga eða svo hafa sterkustu þjóðir heims att kappi í Svíþjóð í baráttu um heimsmeistaratitil unglingalandsliða (U18). 

Vorsýningin

Vorsýning listhlaupadeildar!

 

 

Á morgun sumardaginn fyrsta kl. 17:00 er vorsýning listhlaupadeildarinnar sem ber heitið“ Disney á ís” þar sem allir iðkendur munu koma fram. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir kr 500 fyrir 12 ára og eldri en börn fá frítt.  Foreldrafélagið mun bjóða upp á veitingar meðan á sýningu stendur gegn vægu gjaldi.  Við viljum biðja alla iðkendur sem sýna að koma ekki seinna en kl. 16:00 og vera klárir í búningum og skautum um leið og sýning byrjar kl. 17:00. 

 

Einnig viljum við bjóða öllum iðkendum í Vorgleði sem verður haldin í skautahöllinni á laugardaginn nk. kl. 12!

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Lokahóf laugardaginn 22. apríl

Iðkendur 3. til 7. flokks. Á næsta laugardag verður allsherjar slútt á svellinu kl. 12,00 til 15,00. Muna að mæta stundvíslega með skauta, kylfu og góða skapið. Dagskrá verður birt hér síðar, svo fylgist með þegar nær dregur.   Stjórnin.

HM 3.deild í Íshokkí í Reykjavík 24. til 29 apríl næstkomandi

Ísland leikur í þriðjudeild heimsmeistaramóts IIHF sem leikið verður í Reykjavík 24. til 29 apríl næstkomandi og skilst mér af skrifum á ÍHÍ síðunni að sefnt sé á sigur í riðlinum.

Heimsmeistarakeppnin í III deild

Ed Maggiacomo landsliðsþjálfari hefur nú valið endanlegan leikmannahóp fyrir heimsmestarakeppnina í III deild, sem hefst í Reykjavík eftir viku.

Hvað ertu að gera 13. maí?

Hvað með að brenna suður og kíkja á lokahóf ÍHÍ!

SR Íslandsmeistarar

Jæja það gekk ekki upp hjá okkur í þetta sinn. Strákarnir töpuðu 3. leiknum í einvíginu við SR í kvöld.

5., 6. og 7.flokkur koma til Akureyrar rétt fyrir kl. 19

Á planið við Skautahöllina.

5., 6. og 7.flokkur lagðir af stað norður

Núna kl. 13,00 lagði hópurinn okkar sem var á barnamótinu í laugardal af stað frá Reykjavík. Settur verður inn seinna í dag komutími til Akureyrar.

Björninn með bronsið

Björninn vann Narfann í úrslitaleikjunum um bronsið. Sjá frétt á Bjarnarsíðunni