Nýr leikmaður Narfa

Tekið af fréttavef ÍHÍ,

ÍHÍ staðfestir leikheimild fyrir eftirtalinn leikmann


Fyrir Narfa, leikheimild til handa Sami Suni, tryggingargjald hefur verið greitt fyrir þennan leikmann inn á reikning ÍHÍ, og er leikleyfi þetta gefið út með fyrirvar um staðfestingu Heimalands og IIHF.

Nýr vefur Skautafélags Akureyrar

Sæl öllsömul. Nú er loksins að fara í loftið nýr vefur Skautafélags Akureyrar. Auðvitað má reikna með því að einhverjir hnökrar verði á þessari framkvæmd til að byrja með og vonumst við til að þið sýnið okkur þolinmæði hvað það varðar. Þessi vefur á að þjóna öllum deildum Skautafélagsins þ.e. Íshokkýdeild, Listhlaupadeild og Krullu. Krullu vefurinn er tiltölulega mótaður en annað er enn verið að móta og er fyrirtækið Stefna ehf. potturinn og pannan í hönnun vefsins og hafa þeir verið félaginu mjög hliðhollir og í raun gert okkur kleift að ráðast í þetta metnaðarfulla verkefni. Allar ábendingar varðandi vefinn eru vel þegnar, þó ég lofi nú ekki beinlínis að allt gangi eftir sem á er bent, en betur sjá augu en auga og eins og áður sagði allar ábendingar/leiðbeiningar vel þegnar á netfangið reynirs@islandia.is kveðja.......Reynir

Dómaravesen ?

Leikjum í mfl. kvenna og 3. fl karla frestað
Leikjum sem átti að leika á Akureyri laugardaginn 30. október í meistaraflokki kvenna og þriðja flokki karla á milli SA og Bjarnarins er frestað um óakveðin tíma, mótanefnd mun á næstunni setja nýja dagsetningu á þessa leiki.

S.R. Vs S.A.

Jæja og bæja!!!Nú um helgina er hokki helgi. Strákarnir okkar fara til Reykjarvíkur og etja kappi við S.R.bæði lið hafa misst eitthvað af leikmönnum en ungu strákarnir eru að koma sterkir inn. Hvað s.a. varðar þá handleggsbrottnaði stórbóndinn frá hrafnagili...Steinar og verður frá næstu vikur. N!!! Við S.A. menn erum þekktir fyrir allt annað en uppgjöf og búast má við að S.A. menn mæti dýrvitlausir í leikinn og klári hann. Þannig að allir að mæta í laugardalinn og hvetja ykkar lið S.A.