Nýr vefur Skautafélags Akureyrar

Sæl öllsömul. Nú er loksins að fara í loftið nýr vefur Skautafélags Akureyrar. Auðvitað má reikna með því að einhverjir hnökrar verði á þessari framkvæmd til að byrja með og vonumst við til að þið sýnið okkur þolinmæði hvað það varðar. Þessi vefur á að þjóna öllum deildum Skautafélagsins þ.e. Íshokkýdeild, Listhlaupadeild og Krullu. Krullu vefurinn er tiltölulega mótaður en annað er enn verið að móta og er fyrirtækið Stefna ehf. potturinn og pannan í hönnun vefsins og hafa þeir verið félaginu mjög hliðhollir og í raun gert okkur kleift að ráðast í þetta metnaðarfulla verkefni. Allar ábendingar varðandi vefinn eru vel þegnar, þó ég lofi nú ekki beinlínis að allt gangi eftir sem á er bent, en betur sjá augu en auga og eins og áður sagði allar ábendingar/leiðbeiningar vel þegnar á netfangið reynirs@islandia.is kveðja.......Reynir