Bikarmót ÍSS 2015 - seinni keppnisdagur

Þá er keppni lokið á Bikarmóti ÍSS 2015. Dagurinn skilaði SA stúlkum 2 bikarmeistaratitlum, einum silfur verðlaunum og einum brons verðlaunum. Samanlagt koma þær heim með 8 bikarmeistaratitla, 2 silfurverðlaun og 1 brons verðlaun. Árangur SA stúlknanna allra var mjög flottur, flestar bættu þær sinn persónulega árangur eða voru nálægt því að jafna hann.

Bikarmót ÍSS fyrri keppnisdagur

Sigurganga SA stúlkna hélt áfram á fyrri keppnisdeginum á Bikarmóti ÍSS í Egilshöllinni í dag. Eftir fyrri keppnisdaginn eigum við 6 bikarmeistara og 1 silfurverðlaunahafa. Auk þess sem nokkur persónuleg met féllu. Í fyrsta lagi má nefna afrekið hennar Evu Bjargar. Hún sigraði í stúlknaflokki B með 34. 40 stig, það gerði hún þrátt fyrir að tónlistinn hennar hafi stöðvast eftir um 2 mínútur og skautaði hún því seinni hluta prógrammsins án tónlistar. Áhorfendur hvöttu hana áfram til enda með taktföstu lófataki. Jafnframt má nefna frábæran árangur hjá Ísold Fönn í 10 A en hún sigraði sinn flokk með miklum yfirburðum og hlaut hún 38.89 stig. Marta María stóð sig einnig griðarlega vel í Stúlknaflokki A, hún skautaði með nýtt prógramm í stutta í dag og fékk hún 28.31 stig og er hún í 1. sæti eftir stutta prógrammið. Ásdís Arna Fen stendur önnur eftir stutta með 25.68 stig og Aldís Kara er þriðja með 25.09. Aldís Kara skautaði mjög vel í dag og er með mikla bætingu frá síðasta móti. Emilía Rós stendur þriðja eftir stutta prógrammið í Unglingaflokki A og Elísabet Ingibjörg sjötta. Keppnin heldur áfram á morgun og hefst hún með keppni í flokki 12 ára og yngri B. Bikarmótinu lýkur svo á morgun með keppni í frjálsa prógramminu hjá stúlknaflokki A og Unglingaflokki A

Bikarmót ÍSS í Egilshöll helgina 16.-18. október

Þá er komið að Bikarmóti ÍSS sem verður að þessu sinni haldið í Egilshöll. Opinber æfing (official practice) fyrir stutta prógrammið hefst í dag klukkan 19:15 hjá Novice A og Junior A. Keppnin hefst svo á laugardagsmorgun klukkan 8:00 með keppni í flokki 8 ára og yngri B.

Rýr uppskera hjá SA Víkingum

SA Víkingar þurftu að sæta sig við eitt stig úr leik sínum gegn SR í gærkvöld en SR fékk tvö stig eftir sigur í vítakeppni. SA missti niður 3-1 forskot í jafntefli í venjulegum leiktíma þar sem SR jafnaði leikinn þegar aðeins 38. sekúndur voru eftir.

Myndir frá Stelpuhokkídeginum

Alþjóðlegi stelpuhokkídagurinn sem var haldinn í þriðja sinn í gær gekk frábærlega en þangað mættu yfir 30 stelpur til þess að prófa íshokkí en heildarfjöldi stúlkna á ísnum var hátt í 70 þegar mest var.

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar haldinn fimmtudag

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl 20:00 í fundarherberginu á svölum Skautahallarinnar.

SA Víkingar taka á móti SR annað kvöld kl 19.30

SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur þriðjudaginn 13. október kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin hafa mæst tvívegis á tímabilinu og hefur SA haft betur í bæði skiptin. SA situr í öðru sæti deildarinnar með 10 stig en SR í því fjórða með 4 stig en þeir náðu í sinn fyrsta sigur í deild í síðasta leik.

3.flokkur 1 sigur og 1 tap um helgina

Leikinn var svokallaður "Tvíhöfði" í 2.flokki hér um helgina.

Breytingar á æfingatímum 10.okt-18.okt og helgina 7.-8. nóvember

Hér er að finna breytingar sem verða á tímatöflunni hjá listhlaupinu á næstunni. Bæði vegna skipta við Hokkýið og vegna undirbúnings fyrir Bikarmót ÍSS.

Stelpuhokkídagurinn haldinn næstu helgi

Stelpuhokkídagurinn verður haldinn sunnudaginn 11. október milli kl. 13-15 í Skautahöllinni á Akureyri. Frítt fyrir stelpur á öllum aldri að koma og prófa íshokkí! Reyndir leiðbeinendur og landsliðskonur verða á svellinu til að kenna undirstöðuatriðin en hægt er að fá skauta, hjálma og kylfur á staðnum án endurgjalds. Endilega bjóðið systrum ykkar, frænkum og vinkonum að koma á þennan skemmtilega viðburð og prófa íshokkí.