15.11.2015
SA Víkingar sigruðu Björninn í gær á heimvelli í hröðum og skemmtilegum leik, lokatölur 5-3. Sigurinn var gífurlega mikilvægur fyrir Víkinga í toppbaráttunni og náðu toppsætinu í tæpa klukkustund áður en Esja lagði SR síðar sama kvöld í framlengdum leik. Esja hefur því eins stigs forskot á Víkinga þegar deildarkeppnin er hálfnuð en þessi lið mætast næstu helgi í Skautahöllinni á Akureyri.
14.11.2015
SA Víkingar taka á móti Birninum í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 14. nóvember kl 16.30. Liðin hafa mæst þrívegis á tímabilinu og hefur Björninn haft betur tvívegis en SA einu sinni. SA Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar með 20 stig fyrir leikinn en Björninn í því þriðja með 13 stig.
12.11.2015
Er þetta ekki jólagjöfin sem þú
11.11.2015
Ásynjur sigruðu Ynjur í gærkvöld, lokatölur 3-2. Liðin hafa því sætaskipti á toppi deildarinnar eftir leikinn en Ásynjur hafa nú 16 stig en Ynjur 14 stig. Leikurinn stóð fullkomlega undir væntingum en það má segja ótrúlegt hvað liðin eru jöfn og keppnin hörð. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að þar mættust mæðgurnar Saga Margrét Sigurðardóttir í Ynjum og Guðrún Blöndal Ásynjum í fyrsta skipti á keppnisvellinum í Íslandsmóti og má segja að reynslan hafi sigrað í þetta sinn.
10.11.2015
Ynjur leika við Ásynjur þriðjudagskvöld kl 19.30. Leikurinn er sankallaður toppslagur þar sem Ynjur eru efstar í deildinni en Ásynjur fylgja fast á hæla þeim en aðeins eitt stig skilur liðin að fyrir leikinn í kvöld. Ynjur sigruðu síðasta einvígi liðanna 3-2 svo fyrirfram er búist við jöfnum og spennandi leik þar sem ekkert verður gefið eftir. Bæði lið eru fullskipuð í kvöld en Elise spilar fyrir Ásynjur þar sem hún er gjaldgeng í báðum liðum.
03.11.2015
Spilað var í þremur deildum innanfélagsmótaraðarinnar á síðustu tveimur vikum. Þann 1. nóvember spiluðu líka byrjendur leik sem gekk frábærlega og allir skemmtu sér vel. Það koma nýjir iðkenndur í hverri viku og við hvetjum alla til þess að bjóða vinum og vandamönum að koma prófa en við tökum vel á móti öllum, ungum sem gömlum.
02.11.2015
SA Víkingar lögðu Esju í Laugardal á laugardagskvöld, lokatölur 3-1. Esja var með fimm stiga forskot á Víkinga fyrir leikinn en eftir leikinn er munnurinn nú aðeins tvö stig en þetta var síðasti leikur deildarinnar fyrir landsleikjahlé.
01.11.2015
Ynjur unnu Björninn 8:0 í mfl. kvenna, SA vann Björninn 6:3 í 3.flokki og Víkingar unnu Esjuna 1:3 í mfl. karla.
28.10.2015
Þrír leikmenn úr SA voru valdir í karlalandsliðið í íshokkí sem tekur þátt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Valermo á Spáni daganna 6.-8. nóvember. Mótherjar liðsins verða Serbía, Spánn og Kína en eitt lið kemst áfram úr riðlinum á annað stig forkeppninnar. Leikmenn SA sem valdir voru í liðið eru Ingvar Þór Jónsson, Jón Benedikt Gíslason og Andri Mikaelsson.
28.10.2015
SA Víkingar spiluðu þrjá leiki síðastliðna helgi í svokallaðri Ofurhelgi Íshokkísambandsins þar sem heil umferð var leikin og öll lið léku þrjá leiki á jafnmörgum dögum. Helgin var sannkölluð hokkíveisla fyrir íshokkíunendur en styrktaraðilar buðu frítt á leikina og mæting á leikina var með því besta sem sést hefur í skautahöllunum syðra. Liðin höfðu styrkt sig nokkuð fyrir átökin en Esja bætti við sig Tékkneskum leikmanni og Björninn bætti við sig tveimur erlendum leikmönnum rétt fyrir Ofurhelgina.