Skautatímabilið að hefjast - æfingar samkvæmt stundatöflu á mánudag

Æfingar hefjast samkvæmt nýju tímatöflunni mánudaginn 20. ágúst. Nýju tímatöfluna má finna hér vinstra megin í valmyndinni. Helstu breytingar eru þær að byrjendatímar verða nú sameiginlegir hjá listhlaupadeild og hokkídeild og eru alltaf á mánudögum og miðvikudögum kl 16.30. Almenningstímar hefjast svo föstudaginn 24. kl. 19.00 en þá verður skautadiskó og í framhaldi af því verður opið allar helgar frá kl. 13-16.

Sumaræfingabúðir hefjast 1. ágúst

Sumaræfingabúðir íshokkídeildar og listhlaupadeildar hefjast miðvikudaginn 1. ágúst. Dagskrá æfinganna koma á heimasíðuna fljótlega.

Undirbúningur fyrir ágústæfingabúðir hafinn

Nú er undirbúningur fyrir æfingabúðir LSA í ágúst í fullum gangi.

Vinnudagur hjá hokkídeild

Næsta sunnudag 27. maí verður vinnudagur hjá foreldrum hokkídeildar sem eru reiðubúnir í niðurif. Við byrjum á slaginu kl. 16.30 en verkefni er einfalt; strípa gámana sunnan við höllina af innanstoksmunum og losa niður allar viðbætur svo hægt verði að fjarlægja þá á mánudag. Verkið ætti ekki að taka nema skamma stund ef margar hendur vinna verkið og gott væri að koma með borvél með sér ef þið eigið en ekki nauðsynlegt.

Formaðurinn í skemmtilegu viðtali í N4 sjónvarpi

Sjónvarpstöðin N4 tók nú á dögunum formanninn og íshokkíkonuna okkar hana Birnu Baldursdóttur í skemmtilegt viðtal undir yfirskriftinni "Hokkíbærinn Akureyri". Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér.

Vorsýning Listhlaupadeildar með Grease þema 1. júní

Vorsýning Listhlaupadeildar verður heldur betur vegleg í ár en þema sýningarinnar verður Grease í tilefni af 40 ára afmæli kvikmyndarinnar. Sýningin verður föstudaginn 1. júní og hefst kl. 18.00. Veitingar verða til sölu á sýningunni en aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 13 ára og yngri, 1000 kr. fyrir ellilífeyrisþega og 6-12 ára en frítt inn fyrir 5 ára og yngri. Hér er hægt að sjá auglýsingu sýningarinnar á facebook síðu listhlaupadeildar.

Canadian Moose í heimsókn um helgina (dagskrá)

Um helgina verðu leikið vinamót heldri manna liða í Skautahöllinni þegar Canadian Moose liðin koma í heimsókn til okkar. OldBoys, Vanir og Valkyrjur taka þátt í mótinu en Moose eru með bæði kvenna og karlalið. Leikirnir hefjast á föstudag en leiknir verða 2 leikir föstudagskvöld, 4 leikir á laugardag og 3 á sunnudag. Hér má sjá dagskrá mótsins.

AÐALFUNDUR SKAUTAFÉLAGS AKUREYRAR FIMMTUDAGINN 24. MAÍ

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 24. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

IceCup 2018 í hafið

Aljóðlega krullumótið Ice Cup fer nú fram í Skautahöllinni á Akureyri en setning mótsins fór fram í Norðurslóðasetrinu í gærkvöld og fyrstu leikir hófust í morgun. Yfir 50 erlendir keppendur í 13 liðum frá 6 löndum keppa á mótinu ásamt sjö íslenskum liðum. Það er Krulludeild Skautafélags Akureyrar sem stendur fyrir mótinu og er þetta í fjórtánda sinn sem mótið er haldið en það stækkar með hverju árinu. Mótið hófst klukkan 9 í morgun en því lýkur á laugardag með úrslitaleikjum sem hefjast milli kl. 14 og 15. Dagskrá mótsins má finna hér fyrir neðan en bein útsending er frá mótinu á heimasíðunni okkar. Við hvetjum fólk eindregið til þess að koma líta á keppnina en fyrir utan hörku spennandi keppni og litríka búninga liðanna þá eru veitingarnar sem seldar eru í sjoppunni ekki af verri endanum, íslensk kjötsúpa og fleira á mjög svo hóflegu verði.

Aðalfundur Hokkídeildar

Aðalfundur Hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 20,00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.