Skautabuxur - töskur og mjúkar hlífar
Enn eru til skautatöskur munstraðar og einlitar, Mondor skautabuxur svartar og mjúkar skautahlífar
Allý - allyha@simnet.is / 8955804
Enn eru til skautatöskur munstraðar og einlitar, Mondor skautabuxur svartar og mjúkar skautahlífar
Allý - allyha@simnet.is / 8955804
Skrá skal keppendur á Vetrarmót ÍSS 18-20 feb Hér. Skráningarfrestur keppenda á Vetrarmót ÍSS rennur út 20 janúar og ekki verður tekið við skráningum eftir það. keppnisgjöld eru 3500 fyrir eitt prógram og 5500 fyrir tvö prógröm. Leggja skal keppnisgjöld inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060, senda kvittun á didda@samvirkni.is. Hafi keppandi ekki skráð sig að skráningarfresti loknum né borgað keppnisgjöldin er litið svo á að skautarinn ætli ekki að taka þátt. Samþykkt var á foreldrafundi A og B keppenda að hópferð verður farin á Vetrarmót og því þarf fararstjóra í þessa ferð.
Nú standa yfir Alþjóðaleikar Reykjavíkurborgar og í ár verður keppt í 12 íþróttagreinum, þar á meðal í listhlaupi og fer keppnin fram í Skautahöllinni í Laugardal.
Keppendur sem skráðir eru til leiks í listhlaupi eru 87 talsins og koma þeir frá öllum aðildarfélögum ÍSS auk keppenda frá Danmörku, Noregi, Finnlandi , Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi og Slóvakíu.
Frá Skautafélagi Akureyrar fara 10 keppendur en það eru:
Í flokki 12 ára A
- Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
- Sara Júlía Baldvinsdóttir
- Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
- Guðrún Brynjólfsdóttir
Í Novice
- Urður Ylfa Arnarsdóttir
Í Novice B
- Hrafnhildur Lára Hildudóttir
- Birta Rún Jóhannsdóttir
- Lóa Aðalheiður Kristínardóttir
Í kvöld fór fram leikur í Íslandsmóti kvenna hér í Skautahöllinni og að þessu sinni voru það Akureyrarliðin Valkyrjur og Ynjur. Um var að ræða hörkuleik sem var jafn alveg fram á síðustu mínútu. Liðin skiptust á að skora en það voru Ynjur sem opnuðu reikninginn á 11. mínútu með marki frá Þorbjörgu Geirsdóttur (Geirssonar). Anna Sonja Ágústsdóttir (Ásgrímssonar) jafnaði leikinn nokkru mínútum síðar og þannig stóðu leikar eftir fyrstu lotu.
Í 2. lotu var áfram allt í járnum og hvort lið náði að setja tvö mörk og breyta stöðunni í 3 - 3, en það voru þó Ynjurnar sem voru skrefi framar og Valkyrjur eltu. Mörk Valkyrja skoruðu Birna Baldursdóttir og Guðrún Blöndal en hjá Ynjum voru það Telma Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir.
Í 3. lotu hélt jafnræðið áfram fram í miðbik lotunnar en þá skoraði Birna Baldursdóttir sigurmarkið óstudd þegar Valkyrjur voru einum leikmanni færri, og Sarah Smiley fylgdi í kjölfærið og bætti við 5. markinu einnig „short handed“. Síðasta mark leiksins átti svo Birna sem fullkomnaði þrennuna sína þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.
Nú um helgina áttu að vera 3 leikir hér í Höllinni. Í kvöld átti að vera leikur á milli SA og SR í 2.flokki karla en þeim leik er frestað vegna ófærðar á milli landshluta en á morgun kl. 17,00 munu eigast við í meistaraflokki kvenna SA Ynjur og kvennalið SR en strax á eftir þeim leik munu etja kappi í 2.flokki karla SA og SR. Það er því í boði frábær fjölskyldu skemmtan hér í Skautahöllinni seinnipartinn á morgun og hvetjum við nú alla velunnara okkar og íþróttarinnar að mæta og halda uppi stemmingu í húsinu sínu liði til stuðnings. ÁRAM SA .....
Á dögunum veitti félagið viðurkenningar til íþróttamanna sem þóttu hafa skarað framúr á árinu 2010, líkt og venjan er við lok árs. Sú skemmtilega staða kom upp að það voru bræður sem hlutu viðurkenningu, annars vegar Jón Gíslason fyrir íshokkí og hins vegar Jens Gíslason fyrir krullu.
Jens hefur látið að sér kveða í krullunni undanfarin ár en hann spilaði íshokkí upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk hér á árum áður, sjálfsagt í kringum 1995. Faðir þeirra Gísli Kristinsson hefur verið í fararbroddi í krullunni frá upphafi en hann var fyrsti formaður krulludeildarinnar sem stofnuð var á aðalfundi Skautafélagsins árið 1996. Hann var jafnframt valinn krullumaður ársins árið 2004.