U20 á HM í Eistlandi
Í dag heldur U20 ára landslið Íslands utan til þáttöku á Heimstmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins í 2. deild sem fram fer í Tallin í Eistlandi. Keppnin hefst á morgun þann 13. desember og stendur til 19. en óhætt er að segja að mótherjarnir séu ekki af verri endanum. Deildin er óvenju sterk að þessu sinni en liðin sem strákarnir munu etja kappi við eru Belgía, Spánn, Frakkland, Holland auk Eistlands sem eru gestgjafar.
Það segir kannski eitthvað um framþróun íþróttarinnar hér á landi að við skulum vera komin í keppni með þessum liðum, en það er skemmst frá því að segja að Ísland hefur aldrei unnið leik gegn þessum þjóðum (yfirlýsing með fyrirvara). Frakkar t.a.m. hafa verið alveg uppi í úrvalsdeild og ætla sér því væntalega ekki að staldra lengi við í 2.deild.