Jólaæfingabúða tímatafla

 Breyting á tímtöflu miðvikudag og fimmtudag

8.15-9.15  A

9.15-10.05  B+C

10.20-11.20 A RIG- keppendur

11.20-12.05 B+C

12.05-12.50 A

ÞAÐ ER SAMA TÍMATAFLA MILLI JÓLA OG NÝJARS OG VAR FYRIR JÓL. Hér er tímatafla jólaæfingabúðanna, vinsamlega látið Ivetu vita hvort skautarinn ætlar að nýta tímana sem eru litaðir gulir eða ekki, tímarnir sem um ræðir er á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. GAMLÁRS-SKAUTUNIN VERÐUR MILLI 11-12, VONANDI SJÁ SEM FLESTIR FORELDRAR OG SYSTKYNI SÉR FÆRT AÐ MÆTA.

Jólasýnigar æfingar í fyramálið

A, B og C1 mæta kl. 7:40 á morgun og æfingin byrjar kl. 8 C2 mætir kl. 9:45 og byrjar generalprufa kl. 10

ALLIR AÐ MÆTA!

Skautavörur til sýnis og sölu á jólasýningunni

Á jólasýningunni ætla ég að vera með skautatöskur, skautahlífar, Mondor skautabuxur, skautabuxur frá 66° og skautapeysur frá 66°..

Allý

Íshokkífólk ársins

Stjórn Íshokkísambands Íslands valdi á dögunum íshokkífólk árins 2010.  Að þessu sinni verðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að báðir leikmennirnir eru félagar í Skautafélagi Akureyrar og eru fyrirliðar Íslandsmeistaraliða Valkyrja og Víkinga, þau Guðrún Blöndal og Jón Gíslason.  Bæði eru þau vel að titlunum komin og hér á eftir fer texti tekinn af heimasíðu ÍHÍ:

Jólasýning, generalprufa og búningar

Jólasýning, generalprufa og búningar upplýsingar má sjá undir lesa meira

U20 tapaði 5 - 1 fyrir Hollandi

Íslenska U20 landsliðið tapaði í dag fyrir Hollandi með fimm mörkum gegn einu.  Liðið vann góðan 5 - 2 sigur á Belgum í fyrsta leik en tapaði svo 7 - 1 fyrir heimamönnum, Eistum.  Leikurinn á móti Eistum var dálítið sérstakur því Ísland skoraði fyrsta markið en þar var á ferðinni Björn Róbert en þetta varð eina markið í fyrstu lotu.  Menn hafa því verði nokkuð brattir eftir 1.lotu en næstu tvær lotur fóru 4 - 0 og 3 - 0. 

Leikurinn í dag var ekki ósvipaður því fyrsta lota fór 1 - 1 en síðan unnu Hollendingar aðra lotu 1 - 0.  Staðan var því alveg ástættanleg í upphafi 3. lotu 2 - 1 en eitthvað klikkaði í síðustu lotu og lokastaðan 5 - 1. 

Innanfélagsmót Karla 22-23. desember

Öllum leikmönnum í  SA meistaraflokki, Old Boys, 2. og 3. flokki (verða að vera á 3. flokks aldri) er boðið að taka þátt í innanfélagsmóti 22. og 23. desember. Leiktímar verða milli 18.00 og 22.00 báða daganna. Leikmönnum verður skipt í jöfn lið en fjöldi liða og leikja veltur á þáttöku.

Allir sem vilja taka þátt verða að skrá sig með því að senda staðfestingar póst á joshgribben@hotmail.com ,nafn, netfang og símanúmer verður að fylgja.

Skráning fyrir 20. desember.

Josh Gribben

U20 liðið að gera það gott í Eistlandi

U20 ára landsliðið kom gríðarlega sterkt inn í HM í Eistlandi í dag í fyrsta leik sínum á mótinu gegn Belgíu.  Liðið gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur, 5 – 2 og þetta ku vera fyrsti sigur Íslands á liði Belgíu frá upphafi.  Þetta gefur nýjar vonir um framhaldið og nú verður spennandi að sjá hvers þeir eru megnugir.  Mörkin og stoðsendingarnar í leiknum voru eftirfarandi:

Brynjar Bergmann 2/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Matthías Máni Sigurðarson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 0/2

Tímatafla vorannar 2011

Komin er inn ný tímatafla fyrir vorönn 2011 en tímataflan er þegar tekin í gildi fyrir A og B iðkendur

Dagskrá fyrir þá sem æfa í jólafríinu

Hér er dagskráin sem Sarah og Josh hafa sett upp yfir tímabilið 20.des til 2.jan.