Hreint mótið í Skautaöllinni um helgina fyrir 5., 6. og 7. flokk

Nú um helgina verður seinna mótið af tveimur, HREINT mótið, í vetur fyrir yngstu iðkendurna þ.e. 5., 6. og 7. flokk. Þátttakendur í þessu HREINT móti verða rúml. 150 og á þessum mótun er alltaf mikið fjör og skemmtan og börnin bíða þessara stórviðburða ávallt með óþreyju. Styrktaraðili mótsins er Hreint ehf. og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. DAGSKRÁ MÓTSINS má skoða hér.   Liðsskipanina er að finna undir

Leiknum lauk með sigri Víkinga 6 - 1

Víkingar náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með góðum 6 - 1 sigri á SR hér í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld.  Fyrir þennan leik var ljóst að þessi tvö lið munu mætast í úrslitum í byrjun mars og því ætluðu bæði lið að gefa tóninn fyrir það sem koma skal.  Einhver taugatitringur var í mönnum í upphafi leiks og leikurinn fór varla almennilega af stað fyrr enn í 2. lotu.  1. lota var markalaus en 2. lota byrjaði af miklum krafti.


Í byrjunar uppkastinu barst pökkurinn til Andra Más sem sló pekkinum aftur til Ingvars í vörninni sem sendi fasta stungu á Rúnar Rúnarsson á fjær bláu sem stakk sér eins og elding upp að marki og lék Ævar grátt í markinu.  Þarna voru aðeins liðnar 11 sekúndur af lotunni en á 28. mínútu jafnaði Tómas Tjörvi með aðstoð Þormóðssona.  Aðeins þremur mínútum síðar kom sigurmarkið hjá Víkingum og óhætt að segja að það hafi verið „einstaklega glæsilegt“, dularfullur slöngvu floppari utan af miðjum velli sem rétt slapp við að lenda í loftljósunum áður en hann skoppaði fyrir framan markið og inn í netið á meðan Ævar var að borða nestið sitt, algerlega óviðbúinn þessari himnasendingu.  Staðan 2 – 1 og þannig lauk 2. lotu.

Hér verður "live" útsendinga af leiknum ef hægt verður

Þessi útsending er ekki fullkominn heldur bara verið að prófa hvað hægt er að gera með þeirri tækni sem tiltæk er.

 

Skil á öskudagspöntunum

Vil minna ykkur á að koma og skila inn öllum öskudagspöntunum á morgunn miðvikudag kl. 16:30 - 17:30.

Kristín og Allý

Toppslagur í kvöld hér á Akureyri

Í kvöld kl. 19:30 verður leikur hér í Skautahöllinni á milli Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur en liðin deila efsta sætinu á Íslandsmótinu, með jafn marga leiki og jafn mörg stig.  Leikurinn í kvöld verður því um toppsætið og því má reikna með góðum leik.  Lið Víkinga verður fullskipað, að undanskildum þjálfaranum Josh Gribben en hann mun verða upptekinn á reiðistjórnunarnámskeiði á vegum Íshokkísambandsins.

Af þeim sökum má reikna með því að liðið verði stillt á sjálfstýringu í kvöld en á þeirri stillingu landaði liðið nokkrum sigrum í fyrra.

Fjáröflun fyrir A, B og C iðkendur

Miðvikudaginn 25. janúar kl:18:00 verður fundur í Skautahöllinni með fulltrúa endurvinnslunnar sem fræðir okkur um fjáröflun sem við getum nýtt okkur. Aðeins foreldrar sem hafa reynslu af rekstri heimilis geta tekið þátt í fjáröfluninni. Hver og einn nýtir það sem hann safnar í það sem viðkomandi hentar tengt skautunum t.d. skautaæfingabúðir í sumar, æfingagjöld o.s.frv. Nánari fyrirspurnir má senda á hildajana@gmail.com

Óskum Urði Ylfu góðs gengis í á Isblomsten í Danmörku

Nú er komið að því að annar landsliðsskautarinn okkar haldi út að keppa. Urður Ylfa fer út á fimmtudaginn og tekur þátt á Isblomsten í Danmörku og óskum við henni góðs gengis og góðrar skemmtunar.  

Isblomsten 2011

ÍSS sendir keppendur á Isblomsten sem fram fer í Danmörku 28-30 janúar 2011

Keppendur ÍSS á Isblomsten 2011:
Agnes Dís Brynjarsdóttir  SB
Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir  SR   
Hugrún Sara Maríusardóttir  SR       
Nadia Margrét Jamchi  SR                
Urður Ylfa Arnardóttir  SA
Vala Rún B. Magnúsdóttir SR

Sjá nánar á heimasíður ÍSS http://skautasamband.is/


Valkyrjur enn á sigurbraut

Valkyrjur unnu sannfærandi sigur á Skautafélagi Reykjavík ur í Laugadalnum í gærkvöldi, lokatölur 7 - 1.   Fyrsta lotan fór 3 - 1 og mörk Valkyrja skoruðu Díana Björgvinsdóttir með 2 og Hrund Thorlacius með 1 en mark SR skoraði Karítas sem spilaði sem útispilara lánsleikmaður frá Birninum.  Karitas er aðalmarkvörður Bjarnarins og greinilega liðtækur markaskorari.

2. lota fór 2 - 0 og mörkin skoruðu Arndís og Sarah Smiley og í 3. lotu komu svo síðustu tvö mörkin og þar var Arndís aftur á ferðinni og Hrund.

Jötnar komnir uppfyrir Björninn eftir annan sigur

Jötnarnir unnu í gærkvöldi annan sigurinn á Birninum á tveimur dögum og lönduðu því heilum sex stigum um helgina og komust með því yfir Björninn á stigatöflunni.  Jötnar eru sem stendur í 3. sæti með 13 stig en Björninn er í neðsta sæti með 11 stig.

Nokkuð jafnræði var með liðunum, Jötnar skoruðu fyrsta markið og Björninn jöfnuðu, síðan skorðu Jötnar tvö í röð í 3. lotu áður en gestjafarnir gerðu slíkt hið sama og jöfnuðu aftur.  Annað mark lotunnar átti hinn ungi og efnilegi varnarmaður Ingþór Árnason, sem skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki og auðvitað frá bláu línunni.  Ingþór spilar líkt og Sigurður Reynisson einnig í 2. og 3. flokki og hafa þeir því spilað ansi marga leiki í vetur og það er að skila sér.

Á síðustu mínútum var allt í járnum og allt stefndi í framlengingu þegar Helgi LeCunt skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði Jötnum öll stigin sem í boði voru um helgina.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá Jötnunum sem áttu óvenju erfiða viku því þeir þurftu að spila þrjá leiki í Reykjavík á 5 dögum og geri aðrir betur.  Af þeim 9 stigum sem í boði voru þessa 5 daga náðu þeir sér í 7.  Jötnar hafa nú lagt öll liðin í deildinni að velli.
Reynir Sigurðsson var á leiknum og var með beina textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Leikur í gangi Björninn - Jötnar

Leikurinn er hafinn og fyrsta refsing bjarnarins kom á 20 sek hooking.     björninn er fullskipaður .     16,52 eftir af 1. lotu.      14.04 eftir og tíðindalítið .       helgi Jötunn fær 2 fyrir holding,    7,32  eftir.     björninn fær 2 fyrir holding, 4 á 4 í 50sek.       Josh fékk 10 min miscon. og svo sturtuna.      björninn var 5 á 3 en jón stal pekkinum og skoraði,  6,04 eftir.     jötnar eru búnir að eiga ótrúlegt tæplega 5 min penaltykill  spilað 5 á 5  og lotan búin.   staðan 0 - 1.

2.lota er hafin.    björn jötun fær 2 fyrir röffing.     stebbi jötun fær 2 fyrir tripp.  jötnar eru 3 í 1,15.      ingó jötun fær 2 fyir interf.      Spilað 5 á 5, jötnar sluppu með skrekkinn,    13,56 eftir af 2. lotu.     7,19 eftir af lotunni og leikurinn nokkuð jafn á báða bóga.    björninn fær 2 fyrir röffing.  6,06 eftir.    2,57.  eftir.    0,43 eftir.   2. leikhluti búinn og leikurinn hefur verið nokkuð í járnum og góðar sóknir á báða bóga en staðan er óbreytt 0 - 1.

3.leikhluti er hafinn.    stebbi fær 2 fyrir hooking,  16,35 eftir.        björninn skoraði í powerplay  1 - 1.  15,04 eftir.    Ingþór skoraði fyrir jötna, þrumuskot frá bláu   1 - 2    14,10  eftir .  Jón var að skora fyrir jötna  1 - 3   12,00 eftir