BAUTAMÓTIÐ 4.flokkur nú um helgina

Hér er hægt að skoða dagskrá BAUTAMÓTSINS sem haldið verður í Skautahöllinni á Akureyri nú um helgina. Þarna verða samankomin tæplega 70 börn, þ.e. 38 frá SA, 15 frá Birninum úr Grafarvogi og 11 frá SR. það verður mikil keppni auk þess sem liðin ISL Selects og Cougars fá þarna þjálfun og undirbúning fyrir keppnisferð annarsvegar til Noregs og hinsvegar til Svíþjóðar sem er á dagskrá þeirra á næstu vikum og víst er að þau munu verða íslensku hokkí til sóma á erlendri grund. BAUTINN er styrktaraðili þessa móts og við þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn.

Viðar Jónsson í veikindaleyfi

Framkvæmdastjóri félagsins, Viðar Jónsson, verður í veikindaleyfi frá störfum fram á vorið.  Viðar lenti í hörðum árekstri í vondu veðri er hann var á heimleið eftir íshokkíleik í Reykjavík í fyrra, en hann var að ferja nokkra leikmenn úr kvennaliði SA.  Hann hefur glímt við afleiðingar þessa slyss síðan og því var brugðið á það ráð að undirritaður myndi sinna hans störfum að einhverju leyti fram til vors.  Óskum við Viðari skjóts bata svo hann geti sem fyrst hafið störf að nýju. 

Fyrirspurnum varðandi félagið og skautahöllina er eftir sem áður hægt að senda á skautahollin@sasport.is

Með kveðju,

Sigurður Sveinn Sigurðsson
Formaður SA.

Þá eru það myndir úr leik Jötna og Víkinga

Myndasafn Elvars er hér og Sigurgeirs hér.

Víkingar mörðu sigur í framlengingu; 4 - 3

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi leikur á milli liðanna úr heimabæ hokkísins, Jötna og Víkinga.  Víkingar voru taldir sigurstranglegri aðilinn fyrir þennan leik en þó varð að taka tilllit til þess að Jötnar hafa verið á mikilli siglingu upp stigatöfluna að undanförnu og hafa náð í stig síðustu leikjum gegn SR og Birninum.  Það voru svo Jötnarnir sem fóru betur af stað og komust í 3 - 0 í fyrstu lotu á meðan Víkingar virtust heillum horfnir.  Þeir náðu þó að klóra aðeins í bakkann þegar Andri Mikaels skoraði eftir frákast frá Orra Blöndal.  Mörk Jötnanna skoruðu Stefán Hrafnsson og Mr.LeCunt.

Fleiri götur í dag

Það má sækja fleiri götur og bæklinga heim til mín í dag í Grundargerði 8a kl 16:30. kv. Hilda Jana 8647415 hildajana@gmail.com 

Afhendi lista í dag

Minni á að ég afhendi lista vegna endurvinnslunnar í dag kl 18 í Skautahöllinni, sjáumst hress. Nánari upplýsingar s. 8647415 hildajana@gmail.com

Myndir úr leik Jötna og Bjarnarins.

Tvö myndasöfn eru frá þessum leik. Sigurgeirs er hér og Elvars hér.

Jötnar - Björninn 7 - 3

Jötnar tóku Bjarnarmenn í bakaríið í Skautahöllinni í kvöld og lögðu þá að velli með 7 mörkum gegn 3.   Bjarnarmenn eru aðeins svipur hjá sjón ef miðað er við liðið frá því í fyrra sem fór alla leið í 5. leik í úrslitum.  Leikurinn var þó jafnari en tölurnar gefa til kynna en pökkurinn féll ekki Bjarnarmegin en þeir áttu fleiri skot á markið en Jötnar.  Sæmundur Leifsson var góður í markinu og ólánið elti gestina, allt hjálpaðist að.


Loturnar í kvöld fóru 2 – 1, 3 – 1 og 2 – 1, og Jötnar aldrei í teljandi vandræðum með gestina.  Jötnar stilltu upp 20 manna liði í kvöld og allri fengu ístíma.  Birgir Örn Sveinsson skorað sitt annað mark á ferlinum og ætlar greinilega að koma sterkur inn á endasprettinum.  Annar nýliði, Birgir Þorsteinsson, ungur og efnilegur 16 ára leikmaður skoraði 3. mark leiksins og sitt fyrsta mark í meistaraflokki eftir sendingar frá Jóa Leifs og Pétri Sigurðssyni.

 

Jötnaleikur í kvöld

Í kvöld kl 19:30 taka Jötnar á móti Bjarnarmönnum í Skautahöllinni á Akureyri.  Jötnar unnu síðustu tvö leiki gegn þeim í síðustu viku og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar.  Ætli þeir sér að halda sæti sínu dugar ekkert annað en sigur í kvöld.

Þeir sem vilja panta félagspeysur hafi samband

 Nú stendur til að panta félagspeysur. Þær eru frá 66° Norður og eru úr powerstretch flís, rauðar fyrir stelpurnar en svartar fyrir strákana. Peysurnar eru merktar með logo-i skautafélagsins. Til að finna réttu stærðina er hægt að fara niðrí 66° Norður á Glerártorgi og máta og senda síðan pöntun á netfangið jona@nordlenska.is fyrir föstudaginn 4. febrúar nk. Einning er hægt að fá skautabuxur frá 66° Norður sem eru svartar og úr powerstretch. 

Peysur:Barnastærð 92-164: kr. 6.700, Fullorðins xs-xl: kr. 10.900 

Buxur:Barnastærð 92-164: kr. 4500,  Fullorðins xs-xl: kr. 7100 

Besta kveðja, Jóna