Heilbrigðisteymi á öllum hokkíleikjum

Heilbrigðisteymi er nú á öllum heimaleikjum SA í Skautahöllinni á Akureyri og þá gildir einu hvort um sé að ræða fullorðins- eða barnaflokka. Teymið samanstendur af 14 einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að starfa með einum eða öðrum hætti í heilbrigðisgeiranum og vera tengd SA. Í teyminu eru hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar og sjúkraflutningafólk. Á öllum leikjum eru 1 - 3 úr heilbrigðisteyminu í merktum gulum vestum og eru tilbúin að bregðast við ef eitthvað kemur uppá. Hér er um ómetanlega aðstoð að ræða sem unnin er í sjálfboðavinnu til þess að auk öryggi þeirra sem íþróttina stunda.

U16/U14 stelpuhelgi fyrir norðan

Um síðustu helgi var Bikarmót U16 stúlkna haldið í Skautahöllinni á Akureyri. Undanfarin þrjú vor hafa þessir aldursflokkar þ.e. U16 og U14 komið saman eina helgi og verið við sameiginlegar æfingar, hópefli, fengið fjölbreytta fræðslu og spilað leiki en það er einna helst það sem stelpum í þessum aldursflokkum vantar, að spila fleiri leiki gegn stelpum. Ástæða þótti því til að bæta við einni helgi til að efla og styrkja stelpurnar enn frekar á ísnum en það er mikill munur að spila í blönduðu liði eða einungis með stelpum. Þannig kom það til að þessi helgi á miðju tímabili var valin og spilað einfalt bikarmót og nú fyrir norðan í fyrsta sinn.

Jólasýningin Hnotubrjóturinn um næstu helgi

Jólasýning Listaskautadeildar SA er haldin á sunnudag 10. desember kl. 17:00. Sýningin í ár er hið klassíska verk um Hnotubrjóturinn sem er frábær sýning fyrir alla fjölskylduna. Miðasala á staðnum. Miðaverð fyrir 18 ára og eldri 1500kr. Fyrir 7-18 ára 1000kr. og frítt inn fyrir 6 ára og yngri.

Alþjóða Íshokkísambandið - IIHF - setur hálshlífaskyldu á allar keppnir á þeirra vegum

Alþjóða Íshokkísambandið hefur ákveðið að setja hálshlífaskyldu á allar keppnir á vegum IIHF. Í dag er slík regla í gildi á öllum mótum í U18 og U20 en hingað til hefur ekki verið skylda að vera með hálshlífar í fullorðinsflokkum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar hörmulegs slyss sem varð í hokkíleik á Englandi á dögunum. Þessi nýja regla hefur ekki tekið gildi enn, en IIHF mun á næstu dögum tilkynna hvenær hún mun taka gildi og líklegt þykir að þetta verði staðfest fyrir allar keppnir ársins 2024.

Krulla - Akureyrarmót

4. umferð í Akureyrarmótinu í kvöld

Íslandsmótið á listskautum 2023

Þá er Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti ÍSS 2023 lokið. Skautararnir okkar stóðu sig allir með mikilli prýði og voru félaginu okkar til mikils sóma. Í dag voru skautarar í Chicks Unisex hópnum fyrstir á ísinn. Þar áttum við einn skautara hana Ólöfu Marý. Hún skautaði prógrammið sitt með glæsibrag. Í hópnum Cubs Unisex áttum við líka einn keppanda hana Ronju Valgý. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og stóð sig mjög vel. Í þessum hópum er ekki raðað í sæti og fengu allir þátttakendur viðurkenningarpening og skjal í mótslok. Þá var komið að keppni í Advanced Novice Girls þar sem Sædís Heba stóð efst eftir fyrri daginn. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og hnaukralaust og uppskar Íslandsmeistara titilinn fyrir afrekið. Síðust á ísinn frá okkur var Freydís Jóna Jing í Junior women, sem skautaði frjálsa prógrammið sitt með krafti og skilaði skautunin henni öðru sæti í flokknum. Við óskum keppendum, þjálfara og foreldrum innilega til hamingju með öll afrekin sem unnust um helgina.

Félagsgjöldin komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.

U18 stelpurnar okkar komnar heim af 4Nation

U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation. Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar.  SA átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins eru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem eru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni. SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins.

Hrekkjavakan í Skautahöllinni 2023

Helgina 27 - 28 október síðastliðinn hélt Skautahöllin í samstarfi við Listskautadeild Akureyrar Hrekkjavöku böll. Hrekkjavöku skautadiskóið var haldið í þriðja sinn, Uppselt hefur verið síðust ár á Hrekkjavöku skautadiskóið og færri komist sem vildu, því var ákveðið þetta árið af aðilum sem komu að böllunum að bæta við barna balli á laugardeginum. Böllin tókust mjög vel og allir virtust njóta sín.

Þetta er Draumurinn.

Hvað er að frétta af stelpunum okkar sem hafa horfið á vit hokkí ævintýranna undanfarið ? Við ætlum að reyna ná tali af þeim einni af annari á næstu vikum og komast að því hvernig gengur í hinum stóra íshokkíheimi. Herborg Rut Geirsdóttir er ein af stelpunum okkar, hún byrjaði skautaferilinn hjá okkur í SA, flutti ung að árum með fjölskyldunni til Noregs, æfði þar og í Svíþjóð, í Reykjavík, kom til okkar á heimaslóðirnar í fyrra en elti svo hokkídrauminn áfram til Svíþjóðar nú í haust.