Silvía Rán Björgvinsdóttir og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA 2018

Silvía Rán Björgvinsdóttir og Jóhann Már Leifsson hafa verið hlotið nafnbótina íþróttakona og íþróttakarl SA fyrir árið 2018. Bæði tvö voru valin íshokkífólk íshokkídeildarinnar á dögunum en einnig íshokkífólk ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau eru því tilnefnd af Skautafélaginu til íþróttafólks Akureyrar 2018 en kjörið fer fram miðvikudaginn 16. janúar kl. 17.30 í Hofi en öllum bæjarbúum er boðið í kjörið.

Íslenska U-20 íshokkílandsliðið hefur keppni í dag

Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 3. deild sem fram fer í Laugardal og stendur yfir fram á næsta sunnudag. Ísland mætir Ásralíu í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 17.00 og er sýndur í beinni útseningu hér.

Ferðalangar komnir heim að lokinni keppni í Lake Placid

Þá eru þær stöllur Júlía Rós Viðarsdóttir, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Darja Zaychenko þjálfari komnar heim að lokinni fer á International childrens winter game sem fram fóru í Lake Placid í Bandaríkjunum í síðustu viku.