Ásynjur með sigur í síðasta deildarleiknum sínum

Það hefur oft sést fallegra hokkí í skautahöllinni heldur en í gærkvöldi, laugardagskvöld, þegar Ásynjur tóku á móti Reykjavíkurstúlkum. Þetta var síðasti leikur Ásynja fyrir úrslitakeppnina sem hefst á þriðjudagskvöldið. Ásynjur mættu óvenju fjölmennar þrátt fyrir meiðsli en Guðrún Blöndal og Sólveig Gærdbo Smáradóttir spiluðu með eftir töluvert hlé.

SA Víkingar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn á morgun

SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla á morgun, laugardag, kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar geta með sigri í venjulegum leiktíma tryggt sér deildarmeistaratitlinn og þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Aðgangseyrir er 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Ynjur deildarmeistarar!

Ynjur og Ásynjur áttust við í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, í því sem varð útslitaleikur um deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna. Fyrir leikinn höfðu Ynjur 32 stig og Ásynjur 30 þannig að með sigri gátu Ynjur landað deildarmeistaratitlinum. Þær komu ákveðnar til leiks og ætluðu greinilega að klára þetta í þessum leik. Hilma skoraði fyrir Ynjur þegar um 4 og hálf mínúta voru liðnar af leiknum, laglegt mark með stoðsendingu frá Önnu Karen. Þegar rúmar 7 mínútur voru svo eftir af lotunni átti Silvía svo skot sem Guðrún Katrín varði í marki Ásynja en Silvía náði frákastinu og laumaði pekkinum snyrtilega í markið. Staðan eftir fyrstu lotu 2-0.

Ynjur - Ásynjur í kvöld kl 19.45

Ynjur og Ásynjur eigast við í háspennuleik nú í kvöld í Hertz-deild kvenna og mun líklegast skera úr um hvort liðið hampar deildarmeistaratitlinum. Leikurinn hefst kl 19.45 og það er frítt inn. Ynjur eru í efsta sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum meira en Ásynjur en þetta er síðasti leikur liðann fyrir úrslitakeppnina sem hefst næskomandi þriðjudag.