Tímatafla og almenningstímar í páskavikunni

Opið verður fyrir almenning kl. 13-16 alla daga í páskavikunni nema hvað lokað verður á páskadag. Æfingar verða hjá deildunum skv. breyttri töflu í páskavikunni.

Úrslitaleikir Íslandsmótsins á laugardag

Íslandsmótinu í krullu lýkur á laugardagskvöld, 12. apríl, en þá fara fram úrslitaleikir sem áttu að fara fram mánudagin 24. mars en var frestað vegna bilunar í íshefli. Leikirnir hefjast kl. 18 á laugardag. Verðlaunaafhending og flatbökur í höllinni eftir leiki.

Sigur gegn Belgíu, Jón Gísla með tvö

Íslendingar sigruðu Belga á HM í dag, 6-3. Jón Benedikt Gíslason skoraði tvö mörk.

Tap gegn Eistlendingum, mæta Belgum í dag

Karlalandsliðið í íshokkí, með níu SA-leikmenn innanborðs, stendur nú í ströngu í II. deild A á Heimsmeistaramótinu. Liðið tapaði fyrir sterku liði Eistlendinga í gær og mætir Belgum í dag. Hægt að horfa í beinni á netinu.

Fern verðlaun til SA á Frostmótinu

Frostmót listhlaupadeildar SA fór fram um helgina. Alls voru 86 keppendur skráðir til leiks, þar af 18 frá SA, mun fleiri en í fyrra þegar aðeins einn keppandi var héðan.

Breytingar á tímatöflu hokkídeildar

Nú þegar Íslandsmótinu er lokið hjá meistaraflokkunum í hokkí og landsliðsverkefni yfirstaðin, í gangi eða framundan verða nokkrar breytingar á tímatöflu hokkídeildar.

Vodafone RED býður í skautapartí

Laugardaginn 5. apríl verður frítt á skauta í Skautahöllinni á Akureyri í boði Vodafone RED. Opið verður kl. 15-18.

Frostmót listhlaupadeildar SA um helgina

Á laugardag og sunnudag heldur listhlaupadeild SA Frostmótið fyrir keppendur í C-flokkum. Dagskrá Frostmótsins liggur fyrir, sem og keppnisröð í öllum flokkum.

Krulluæfing í kvöld

Í dag er fyrsti miðvikudagur aprílmánaðar og því er krulluæfing í kvöld fyrir það krullufólk sem hefur áhuga. Vinsamlega látið formann vita í s. 8242778 ef þið ætið að mæta.