Thelma með fyrsta landsliðsmarkið eftir 40 sekúndur!

Það getur ekki annað verið en að Thelma María Guðmundsdóttir, landsliðskona úr Skautafélagi Akureyrar, hafi sett met í morgun þegar hún lék sinn fyrsta landsleik í íshokkí og skoraði fyrsta mark Íslands eftir aðeins 40 sekúndna leik. Ísland sigraði Suður-Afríku með fimm mörkum gegn einu.